Leita í fréttum mbl.is

Námið í MA

Ég var í P-námi. Netið var ekki orðið að veruleika. Þar sem ég sit hér og rifja þessar minningar upp þá skil ég eiginlega ekki hvernig ég fór að án netsins. Ég nota netið mjög mikið bæði við leik og störf.

En nóg um það, hverfum aftur til fortíðar....

Námið fór þannig fram að ég fékk upplýsingar um það hvaða bækur og hvað í þeim ég ætti að lesa á önninni. Ekki voru gerðar kröfur um verkefnaskil og því fylgdi að ég fékk engar staðfestingar á því hvort ég væri á réttri leið. Þegar leið að prófum þá fór ég á bílnum frá Vopnafirði til Húsavíkur en þar bjó eldri systir mín með fjölskyldu sína. Ég hafði tekið glósur upp á segulbandsspólur og lét þær ganga yfir mér í bílnum. Það hentaði mér bara ágætlega. Þetta var nokkuð seinfarið því að styttri leiðin frá Vopnafirði til Akureyrar (um Mývatn) var ekki orðin fær.

Þar sem að ég þekkti engan á Akureyri þá gisti ég á Húsavík og lagði svo eldsnemma um morguninn af stað þaðan til Akureyrar til þess að þreyta prófin. Verst þótti mér að prófdagarnir náðu yfir tæplega tveggja vikna tímabil og ég var bara í 4 áföngum. Það mynduðust því auðir dagar á milli.

Þetta nám varð mér dýrt. Ég þurfti að fá frí frá vinnu og fundarstörfum meðan á þeim stóð. Ég gleymi því seint þegar ég steig inn í MA til að þreyta fyrstu prófin sem ég tók þar í desember ári fyrr. Mér leið hörmulega. Fannst ég engan veginn passa þarna og spurði sjálfa mig samviskuspurninga t.d. hvers vegna í ósköpunum ég væri að þessu brölti. Á þeim tíma leið mér mjög vel á Vopnafirði og sá ekki annað liggja fyrir mér en að veða ellidauð þar. Hvað hafði ég með menntun að gera þar? það var ekki eins og litla samfélagið þar byði upp á marga möguleika! En áfram hélt ég.

Tvisvar sinnum kom það fyrir mig á Akureyri að sofna úti. Miklar vegaframkvæmdir voru á leiðinni milli Húsavíkur og Akureyrar þannig að ég vildi hafa vaðið fyrir neðan mig og lagði snemma af stað. Í bæði þessi skipti var ég heppin en kom þá allt of snemma í bæinn. Lögreglan vakti mig á bekk í grænum reit í miðbænum ( hefur sjálfsagt haldið að ég væri drukkin ;)) hún tjáði mér að ekki væri leyfilegt að sofa í almenningsreitum bæjarins. Í seinna skiptið sofnaði ég við tré rétt hjá gamla skólanum. Þannig að mér lærðist það að ekki er leyfilegt að sofa úti á Ake nema á tjaldstæðunum og þá væntalega inni í tjaldi ;) 

Námið gekk nokkuð vel lauk öllum áföngum nema einum sem ég féll í fékk 4 :( 

Næst lá leið mín í öldungadeild ME sem gerði tilraun með að hafa útibú á Vopnafirði meira um það síðar..... 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Pálína Erna Ásgeirsdóttir
Pálína Erna Ásgeirsdóttir

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband