5.6.2006 | 09:28
Shogun
Eins og undanfarna daga þá má með sanni segja að ég lifi í fortíðinni hahhaha. Það er ekki nóg með að ég hafi legið yfir sögu heimspekinnar heldur valdi ég mér Shogun (sjónvarpsþáttaröð) sem afþreyingarefni. Þessir þættir voru gerðir 1980. Sagan segir frá atburðum sem gerðust í Japan um 1600.
Ég man eftir því þegar þeir voru sýndir í sjónvarpinu. Ég bjó þá á Vopnafirði og var mjög spennt fyrir þeim, hlakkaði alltaf til næsta þáttar og fannst þeir mjög spennandi. Það er skrítið að horfa á þá aftur núna mörgum árum síðar. Greinilega er orðinn meiri hraði í spennumyndum nútímans því að mér fannst fyrstu 5 klukkutímarnir frekar rólegir. Það var ekki svo mikið mál að taka sér hlé. Í gærkvöldi horfði ég á disk númer 2 af 5 og fannst efnið nú meira spennandi. Richard Chamberlain er fínn að vanda enda leikur hann afar spennandi karakter.
Ég velti því fyrir mér hvort nýju myndirnar sem boðið er upp á í dag hafi svona miklu hraðari atburðarrás eða hvort maður breytist svona mikið sjálfur með árunum. Sjálfsagt er það hvoru tveggja......
Japanir skera sig á margan hátt úr enn í dag og það er einnig áberandi í þáttunum hversu ólíkir siðir þeirra eru frá því sem Bretinn hefur vanist.
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkur: Kvikmyndir | Breytt s.d. kl. 10:11 | Facebook
Af mbl.is
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (16.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Heimasíður
Heimasíður til fróðleiks og skemmtunar
- Lifeðlisleg sálarfræði Spennandi rannsóknir
- Mind and Life Áhugavert
- Vísindagreinar á PubMed
- Okala foundation Kanadískt stryktarfélag fyrir fátæk börn í Camroon í Afríku
Athugasemdir
Japan rúlar. bara ekkert flókið mál :)
Ólafur N. Sigurðsson, 5.6.2006 kl. 10:40
Ég var að horfa á disk númer 3 af 5. Alveg er það týpiskt með ástina og japanskar myndir. Sönn ást gengur aldrei upp eintömt pain. Nú bíð ég spennt eftir næstu helgi en þá ætla ég að klára seríuna :)
Pálína Erna Ásgeirsdóttir, 5.6.2006 kl. 21:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.