4.6.2006 | 18:09
Í dag lít ég stolt til baka
Það er ótrúlega gaman að lesa um gömlu snillingana, Sókrates, Plató, Aristóteles og Alexander mikla. Þeir eins og reyndar fleiri settu sannarlega svip sinn á mannlífið. Það má segja að þeir hafi ekki bara breytt sinni sögu, sínu lífi heldur brutu þeir blað í söguna ( hugmyndir þeirra mörkuðu ákveðin þáttaskil). Þegar ég hverf svona langt aftur í tímann þá eru að rifjast upp fyrir mér ýmsar gamlar minningar.
Þráin til að læra dó aldrei hjá mér. Ég stefndi á framhaldsnám sem ung 16 ára stúlka en varð þá ófríks af fyrsta barninu mínu. Aðstæður voru þannig að erfitt var að fá aðstoð þannig að ég breytti um stefnu og valdi að hugsa um heimili og barn. Rúmum tveimur árum síðar gerði ég tilraun númer tvö en var þá enn orðin ófrísk án þess að hafa vitað af því og ekki var um annað að ræða en að snú frá fyrra vali og velja aftur að hugsa um heimili og börn.
Árin liðu og ég reyni ekki á ný fyrr en fjórum árum síðar. Þá tek ég ákvörðum um að fara í Öldungadeildina í Hamrahlíð. Á þessum tíma var ég að vinna á dag og kvöldvöktum sem símastúlka á Landspítalanum. Ég sá mér leik á borði að sækja um næturvaktir og fara í skólann. Fyrrverandi eiginmaður minn sækir þá um atvinnu á Vopnafirði. Þær fréttir voru mér ekki gleðifréttir en ég fylgdi ákvörunum makans án þess að mögla. Það var erfitt að skila aftur þeim skólabókum sem ég hafði fengið lánaðar og segja upp vinnunni sem ég hafði verið ráðin í með þeim skilirðum að ég færi ekki eftir sumarið.
Mér fannst ég afar mislukkuð á þessum tíma. Ég var í raun að ganga á bak orða minna og það fannst mér mjög erfitt. Þar að auki var ég að fjarlægjast tækifærið til þess að læra þegar ég flytti á tiltölulega afskekktan stað úti á landi. Mörg ár liðu áður en gerð var ný atlaga til náms. Auðvitað var ég í bréfaskólum en mér þótti aldrei mikið til þeirra koma. En þráin til að læra yfirgaf mig aldrei.
Enn var ég heima að hugsa um börnin. Við fluttum á Vopnafjörð og þar bjuggum við í 17 ár. Mér leið vel á Vopnafirði. Þar kynntist ég góðu og skemmtilegu fólki, en ég saknaði tækifæranna sem Reykjavík bauð upp á. Ellefu ár liðu en þá þurfti ég til Reykjavíkur vegna krónísks brjósklos sem lét mig ekki í friði. Mér fannst ég vera orðin gamalmenni. Gat ekkert gert án þess að verða kvölum kvalin í bakinu. Ég var í meðferð hjá sjúkranuddara í 3 mánuði og tók þá í leiðinni Skrifstofutækninám sem Tölvufræðslan stóð fyrir. Það var gaman að fara í skólann (4 klst. á dag). Mér gekk mjög vel í þessu námi, fannst það freka létt enda tengt ýmsu sem ég hafði starfað við.
En ég hafði ekki uppfyllt þörf mína. Námið þurfti að vera meiri áskorun og meira nám en 3ja mánaða skóli. Ég skildi aldrei alveg þessa djúpliggjandi sterku hvöt sem keyrði mig áfram. Ég las mikið um mín hugðarefni og þá alveg sérstaklega allt það sem viðkom heilsu einstaklingsins, líkamlegri sem andlegri. Markmiðið var alltaf það sama. Hvernig getur einstaklingurinn fengið meira út úr lífi sínu? Hvernig getur hann hjálpað sér sjálfur?
Árin liðu, lækir, ár og fljót runnu áfram til sjávar og enn beið ég tækifæris. Árið 1989 hóf ég svokallað P nám við Menntaskólann á Akureyri. Meira um það síðar....
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Lífstíll, Vinir og fjölskylda, Leiðin að markmiðinu, Dægurmál | Breytt 5.6.2006 kl. 13:50 | Facebook
Tenglar
Heimasíður
Heimasíður til fróðleiks og skemmtunar
- Lifeðlisleg sálarfræði Spennandi rannsóknir
- Mind and Life Áhugavert
- Vísindagreinar á PubMed
- Okala foundation Kanadískt stryktarfélag fyrir fátæk börn í Camroon í Afríku
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.