4.6.2006 | 12:42
Sannarlega hlakka ég til þess ;)
Gaman að geta hugsað jákvætt til haustsins svona í upphafi sumars. Það er ekki mánuður síðan ég fór í síðasta prófið og samt strax fasrin að hlakka til haustsins. Einkennilegt hvernig mannskepnan er . Ég er nú búin að vera að vinna úti í garði í morgun. Gott að ljúka sem mestu áður er viku rigningarskammturinn dettur úr lofti þ.e.a.s. ef að veðurstofan hefur rétt fyrir sér. Nú er lag að drífa áburðinn á grasið og í trjá og runnabeð ef menn og konur hafi ekki nú þegar lokið því af. ég bíð síðan eftir því að droparnir fari að detta svo að ég geti hlaupið út með grasfræið sem vonandi þéttir grasflotina. Ég tilheyri þeim hópi fólks sem á garð og er að berjast við mosa í flötinni :-(
En snúum okkur að efninu. Arnaldur Indriðason er frábær rithöfundur. Skemmtilegar fléttur í bókunum hans og Mýrin ekki síst af þeim. Nú er tökum á Mýrinni að ljúka og ég get farið að hlakka til haustsins, þá mun ég njóta þess að sjá söguna myndrænt og bera hana saman við innri myndatökur mínar sem áttu sér stað á sama tíma og ég las bókina, en þá byrjar skólinn aftur og margt nýtt og spennandi að fást við.
Markmiðið er því að njóta augnabliksins í allt sumar og hlakka jafnframt til haustsins!
![]() |
Tökum á Mýrinni að ljúka |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Lífstíll, Kvikmyndir, Dægurmál | Facebook
Af mbl.is
Innlent
- Össur segir Hildi ekki hafa brotið neinar reglur
- Freyja nálgast Dettifoss
- Hin fullkomna lausn að allir séu jafn ósáttir
- Aftur orðin mikilvægasta manneskjan í mínu lífi
- Guðrún segir fundinn hafa verið ágætan
- Þingfundi frestað til morguns
- Mikil stemning við setningu Símamótsins
- Stækkun flugvallarins í Nuuk mögulega vanhugsuð
Erlent
- Rubio segist vongóður um vopnahlé á Gasa
- Miklar GPS-truflanir á Eystrasalti
- Leggja línur nýrrar áætlunar til aðstoðar Úkraínu
- Nóróveira í þýsku skemmtiferðaskipi
- Kennari grunaður um að nauðga barni
- Önnur umfangsmikil loftárás á Úkraínu
- Handtekinn og sætir nú einangrun
- Hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (11.7.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 8
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 8
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Heimasíður
Heimasíður til fróðleiks og skemmtunar
- Lifeðlisleg sálarfræði Spennandi rannsóknir
- Mind and Life Áhugavert
- Vísindagreinar á PubMed
- Okala foundation Kanadískt stryktarfélag fyrir fátæk börn í Camroon í Afríku
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.