Leita í fréttum mbl.is

Grænsápa í stað eiturs?

Er einhver hér sem hefur heyrt að það dugi að nota grænsápuvatn til úðunar gegn fiðrildalirfum á birkitrjám. Ég er með tré við húsið mitt sem fór frekar illa síðasta sumar. Laufblöðin rúlluðust upp, skorpnuðu og féllu síðan af. Ég er ekki fylgjandi því að nota eitur ef ég kemst hjá því. Helst vildi ég sjá menningu Íslendinga breytast þannig að eftirsóknaverður lífstíll væri: allt í endurvinnslu sem hægt er, ekkert eitur, vaxandi hljólreiðar og heilsársdekk fyrir þá sem aka um á bílum, en snúum okkur aftur að ræktuninni.

Einhver nefndi þetta við mig með grænsápuna en ég veit ekki hvenær á að úða og hvernig eiga hlutföllin á milli sápu og vatns að vera? 

Það væri kærkomið ef einhver með græna fingur les bloggið mitt og kommentar á þessa punkta:) 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Pálína Erna Ásgeirsdóttir
Pálína Erna Ásgeirsdóttir

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (15.1.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 71770

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband