3.6.2006 | 10:15
Frelsið er besti valkosturinn
Að þurfa á því að halda að fá bætur fyrir þetta og bætur fyrir hitt heftar frelsi einstaklingsins. Hann verður á vissan hátt háður þeim bótum sem hann á rétt á og reiknar með þeim sem hluta af framfærslufé sinu. Breytingar á vaxtabótum vegna verðmætaaukningar á fasteignum geta orðið mörgum erfiðar. Ég þakka bara mínu sæla fyrir það að hafa ekki sótt um fyrrframgreiddar vaxtabætur. En ekki nóg með það þegar menn og konur eru að sækja um lán til fasteignakaupa þá er gjarnan tekið með í reikninginn vaxtabótaupphæðin, litið er á hana sem framfærslufé!
Íslendingar væru auðvitað best settir ef að þeir hefðu allir mannsæmandi laun, hægt væri að hvetja til sparnaðar ( og auka þannig sjálfstæði og öryggi hvers manns), draga þannig úr verðbólgu, auka stöðugleika og fyrst og síðast frelsi. Ég vildi að ég gæti státað af því að standa svo vel fjárhagslega að allt áður upptalið væri hlutskipti mitt en því er miður svo er ekki enn.
Mér finnst ábending Vinstri- grænna tímabær " þeim sem vilja spara og minnka skuldir er refsað". Í annari hendinni er verið að benda fólki á að spara til þess að slá á verðbólguna og með henni er þeim refsað fyrir að auka eignir sínar (vaxtabætur felldar niður). Það er því ljóst að einvherju þarf að breyta hér.
Hvetur til þess að grunni vaxtabóta verði breytt strax | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Lífstíll, Menning og listir, Stjórnmál og samfélag, Dægurmál | Facebook
Af mbl.is
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (15.1.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 71770
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Heimasíður
Heimasíður til fróðleiks og skemmtunar
- Lifeðlisleg sálarfræði Spennandi rannsóknir
- Mind and Life Áhugavert
- Vísindagreinar á PubMed
- Okala foundation Kanadískt stryktarfélag fyrir fátæk börn í Camroon í Afríku
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.