2.6.2006 | 08:39
Hvað veldur?
Mér varð orðfall. Rúmlega tvítug stúlka búin að vera á götunni í 6 ár. Hún hefur því verið 14-17 ára og samkvæmt frásögn hennar þá er ungum stúlkum að fjölga á götunni. Hvernig má þetta vera í vaxandi velmegun á Íslandi? Hvað veldur því að svo ungar konur og reyndar menn líka ef að þeir eru jafnungir að lenda á götunni, velji sér þá lífsbraut?
Er það eiturlyfjanotkun eða eitthvað annað? Er ekki hægt á einhvern hátt að sporna við slíkri þróun? Í dag er ég ekkert nema margar stórar spurnignar. Ég gæti ekki hugsað mér það hlutverk að þurfa að vera útigangsmanneskja. Ég spjallaði eitt sinn við konu á mínum aldri sem sagði mér sögu sína. Hún hafði verið lengi á götunni, hafði gefist upp um árið engin af þeim leiðum sem hún reyndi hafði leyst vanda hennar. Um árið fór ég í gegnum talsverða fjárhagslega erfiðleika sem að leiddu huga minn að því að ef ég ekki gæti leyst mín mál þá gæti þetta ef til vill orðið mitt hlutskipti. Bara tilhugsunin var hræðileg. Hún gaf mér þann viðbótarstyrk sem ég þurfti til þess að gefast ekki upp og berjast til lausnar. Þjáning konunnar og opin tjáning hennar varð bjargráð mitt.
Enginn veit hvað í annars manns garði býr
Margir eru fullir af fordómum í garð utangarðsfólks. Auðvitað eru einstaklingarnir mislitir þar en það eru þeir í öllum stigum samfélagsins. Ég starfaði við verslunarstörf í miðbæ borgarinnar og nokkrum sinnum komu útigangsmenn til mín og við tókum þá tal saman. Þá áttaði ég mig á því að þetta er fólk eins og ég og þú sem á einhverjum tímapunkti í lífi sínu gefst upp, getur ekki meir eða leiðist út í þetta vegna eiturlyfjaneyslu og allra þeirra fylgifiska sem henni fylgja og festist síðan þar. Mér fannst á þeim tíma það skiljanlegri ástæða heldur en að fólk geti bara ekki höndlað líf sitt vegna fátæktar eða áfalla.
Utangarðsmenn eiga alla mína samúð, þó að ég eigi engar lausnir til handa þeim frekar en aðrir. En að horfa á eftir svo ungu fólki inn á þessa lífsbraut, það hljóta að vera til einhver úrræði. Eitthvert bjargráð sem hægt er að gefa ungu fólki til þess að taka með sér inn í framtíðina og grípa til ef að erfiðleikar steðja að svo að ekkert ungmenni þurfi að velja sér það hlutskipti að fara á götuna.
Konum hefur fjölgað á götunni" | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Vinir og fjölskylda, Menning og listir, Dægurmál, Stjórnmál og samfélag | Facebook
Tenglar
Heimasíður
Heimasíður til fróðleiks og skemmtunar
- Lifeðlisleg sálarfræði Spennandi rannsóknir
- Mind and Life Áhugavert
- Vísindagreinar á PubMed
- Okala foundation Kanadískt stryktarfélag fyrir fátæk börn í Camroon í Afríku
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.