Leita í fréttum mbl.is

Eitthvað fyrir konur til að hugsa um

Pabbar með háskólagráðu eru líklegri til þess að hugsa um börnin sín en þeir sem eru minna menntaðir. Þeir eru líklegri til þess að leika við þau, baða þau o.þ.h. Konur sem hugsa sér að eignast barn eða börn ættu ef til vill að velta þessu fyrir sér. 

Nú var ég að lesa það hér um daginn að konum fjölgar ört í háskólanámi á Íslandi og eru fleiri konur við nám en karlar. Ég vona nú fyrir hönd allra þeirra kvenna sem huga að barneignum að körlum muni fjölga verulega í háskólanámi.

Sjálf er ég fimm barna móðir og hef alltaf fyllst af stolti þegar faðirinn sýndi áhuga í verki til þess að vera með og hugsa um barnið sitt.

Ég velti fyrir mér orsökinni. Er það ef til vill það að margir sýna stelpum meiri umhyggju en strákum þegar börnin eru ung. Þannig læra strákarnir ef til vill það að ekki er endilega eðlilegt að veita umrædda umhyggju. Umhyggja er því bæði í eðli konunnar en jafnvel líka ræktuð í uppeldinu. Þegar karlar fara í háskólanám þá læra þeir felstir meira um einstaklinginn. Það gæi verið þeim hvatning til að hugsa um börnin sín. En þetta eru bara pælingar mínar á rigningarfrídegi í Reykjavík. 


mbl.is Bandarísk rannsókn: Menntaðir pabbar hugsa meira um börnin sín
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jórunn Sigurbergsdóttir

Eflaust er efnahagur þessara háslólamenntuði feðra betri og það gefur auga leið að þá er hægara um tök að sinna börnunum. Frítími þeirra eftil vill betri og svo spila aðrir þættir líka inn í.

Jórunn Sigurbergsdóttir , 1.6.2006 kl. 11:43

2 Smámynd: Pálína Erna Ásgeirsdóttir

Takk Jórunn fyrir innleggið þitt. Það hefði einmitt verið gaman að sjá skýrlu rannsóknarinnar. Hvað voru karlmennirnir spurðir um? Hvað einkenndi þá, t.d. laun, staða ofl.

Pálína Erna Ásgeirsdóttir, 1.6.2006 kl. 12:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Pálína Erna Ásgeirsdóttir
Pálína Erna Ásgeirsdóttir

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (12.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband