Leita í fréttum mbl.is

Lífstíll kvenna ;)

Veski, töskur, tuðrur, koffort ( þegar kona gengur alveg gjörsamlega fram af karlmanni vegna stærðar handtöskunnar þá kallar hann hana koffort), umslög eru orð sem notuð hafa verið um handtöskur kvenna. Margar konur geta ekkert farið án handtöskunnar. Hún hefur breytt um stærð og snið í gegnum tíðina.

Ég er ein þeirra kvenna sem fer helst ekkert nema ef til vill út í garð án handtöskunnar. Versta minning mín er þegar stóru tuðrurnar fóru úr tísku og í stað þeirra komu lítil nett umslög. Ég gat engan vegin komið öllu því lífsnauðsynlega sem ég var vön að bera með mér hvert sem ég fór í þessi litlu umslög. Það fór því svo að ég var tilneydd til þess að hafa með mér plastpoka undir allt það sem ekki komst í umslagið. Ég þreyttist fljótt á plastpokanum og dreif fram gömlu tuðruna mína, ég hef aldrei verið föst í því að tolla í tískunni ;). 

Þrátt fyrir að hafa dregið gömlu tuðruna mína fram þá var ég orðin vön umslaginu mínu þannig að það endaði með því að ég stakk því eins og hverri annarra smáaurabuddu ofan í almennilegu stóru tuðruna mína. Nú ferðaðist ég um ekki aðeins með eina handtösku heldur tvær.

Um mig fór hrollur þegar ég las fréttablaðið snemma í morgun og sá mér til mikillar skelfingar að handtöskur kvenna eru enn að minnka. Hvað er nú til ráða. Á nú sagan eftir að endurtaka sig mér sýndist þessi litla taska vera um það bil 1/3 af þeirri stærð sem mér hefur loksins lært að bera. Ég sé ekki að mér muni takast að koma mínum lífsnausynjum sem ég þarf að hafa með mér hvert sem ég fer og svo óttast ég verulega að ég myndi týna svo litlu veski.

Já nú eru góð ráð dýr! 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Pálína Erna Ásgeirsdóttir
Pálína Erna Ásgeirsdóttir

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband