1.6.2006 | 08:24
Gott að vera á Vopnafirði
Ég bjó í 17 ár á Vopnafirði og þar komst ég upp á lagið að fylgjast ítarlega með veðri og veðurspám. Það var meira að segja svo mikið að stundum dreymdi mgi drauma sem ég hafði gaman af að spá í og túlka se veðurspár ;)
Á Vopnafirði er líka hægt að tala um veður. Mikill munur er á veðrabreytingum þar heldur en hér í Reykjavík. Það skondnasta við þetta er að mér hefur tekist á þessum 17 árum að festa háar hitatölur við Vopnafjörð. Mér hlýnar því yfirleitt um hjartaræturnar þegar ég sé að við Íslendingar megum vænta þess að hitinn fari upp í eða yfir 20 stig vegna þess að þá poppa upp góðar minningar frá Vopnafirði.
Þetta er skemmtileg pæling þar sem að veðrabreytingar hafa átt sér stað og það sem ég man eftir sem ekta Reykjavíkurveður sem sagt ekkert veður, rigning eða súld sem er þó ekki saðreynd nema kannski í dag. Það er gamaldags ekta Reykjavíkurveður í dag.Oft er afskaplega gott veður í borginni og þá er ég alltaf jafn hissa. Það virðist ekki auðvelt að breyta þessu í minningabanka mínum þar sem að það eru heil 12 ár síðan ég flutti frá Vopnafirði.
Það situr fast í langtímaminni mínu að háar hitatölur á Íslandi séu tengdar Vopnafirði ;)
Allt að 20 stiga hiti í dag | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Dægurmál, Vinir og fjölskylda, Vísindi og fræði | Facebook
Af mbl.is
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (12.1.): 0
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Heimasíður
Heimasíður til fróðleiks og skemmtunar
- Lifeðlisleg sálarfræði Spennandi rannsóknir
- Mind and Life Áhugavert
- Vísindagreinar á PubMed
- Okala foundation Kanadískt stryktarfélag fyrir fátæk börn í Camroon í Afríku
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.