30.5.2006 | 16:52
Mér hlýnar um hjartaræturnar
Oft hef ég dáðst að björgunarsveitamönnum enda full ástæða til. Þeir leggja sig oft í mikla hættu og gera alltaf allt það sem mannlegur máttur leyfir þeim. Nú hef ég verið að fylgjast með hvernig fimmenningunum reiðir af sem lentu í snjóflóðinu á Hvannadalshnjúk.
Þyrlunni tókst ekki að lenda vegna lélegs skyggnis. Í fyrsta sinn sem vitað er stökkva björgunarmenn úr þyrlu til þess að sinna björgunarstörfunum. Já við getum svo sannarlega verið stolt af björgunarsveitarmönnum sem gera allt sem í þeirra valdi stendur til þess að koma hinum slasaða eða týnda til hjálpar.
Þökk sé þeim öllum
Björgunarmenn stukku í fallhlífum á Hvannadalshnjúk | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Dægurmál, Stjórnmál og samfélag | Facebook
Tenglar
Heimasíður
Heimasíður til fróðleiks og skemmtunar
- Lifeðlisleg sálarfræði Spennandi rannsóknir
- Mind and Life Áhugavert
- Vísindagreinar á PubMed
- Okala foundation Kanadískt stryktarfélag fyrir fátæk börn í Camroon í Afríku
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.