30.5.2006 | 11:14
Hulduhrútslegur .... hvað er nú það?
Takk fyrir Össur að bæta íslenska orðaforðann minn. Ég var að lesa áhugaverða grein um samskipti Íslands, Bandaríkanna og NATO. Þar klingir Össur út með lýsingu á Jaap De Hoop Scheffer að hann hafi verið hulduhrútslegur.
Ég stamaði aðeins á orðinu og fylltis af löngun til þess að vita hvernig maðurinn var. Var hann leyndur, hulinn, falinn hrútur. Hvað þýddi það þá þegar sagt væri að maðru væri hrútur? Ég fann ekkert um það að vera hrútslegur bara hrútleiðinlegur sem þýddi mjög leiðinlegur. Ég dró því þá ályktun að maðurinn væri mjög falinn, leyndur, leyndardómsfullur....
Þá datt mér það snjallræði í hug að fletta upp orðinu hulduhrútslegur og viti menn það er til í orðabókinni. Ég sem var búin að pæla þetta allt út. Hulduhrútslegur er sá maður sem lætur ekki hreinskilnislega upp álit sitt. Ég var nú ekki svo langt frá því hann virðist hafa verið að fela eitthvað.
Þá fór ég að velta fyrir mér afhverju þetta orð heyrist ekki alltaf um stjórnmálamenn á kosningatímum.
Ætli það sé vegna þess að Ísland er ekki lengur bændasamfélag? Þess vegna minna af hrútamáli í gangi en ég hef nú samt oft heyrt talað um hrútleiðinlegt fólk þó að hundleiðinlegir einstaklingar sæki nú stíft á. Enda hundahald ríkara en hrútahald í lífsstílnum okkar í dag!
Framkvæmdastjóri NATO segir bandalagið muni bregðast við ef viðræður Íslands og Bandaríkjanna skila ekki niðurstöðu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Dægurmál, Stjórnmál og samfélag, Lífstíll, Menning og listir | Facebook
Tenglar
Heimasíður
Heimasíður til fróðleiks og skemmtunar
- Lifeðlisleg sálarfræði Spennandi rannsóknir
- Mind and Life Áhugavert
- Vísindagreinar á PubMed
- Okala foundation Kanadískt stryktarfélag fyrir fátæk börn í Camroon í Afríku
Athugasemdir
Lestu bók sem heitir Kristnihald undir Jökli eftir HKL. Þar er fjallað um mórauðan hulduhrút og það er eflaust til þess sem Össur vísar.
Páll Ásgeir (IP-tala skráð) 30.5.2006 kl. 12:25
Takk fyrir þetta Páll Ásgeir.
Ég las Kristnihald undir Jökli en man ekki eftir þessu. Gaman að kíkja á það ;)
Pálína Erna Ásgeirsdóttir, 30.5.2006 kl. 12:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.