Leita í fréttum mbl.is

Afhverju skiptir það ekki máli?

Hvað veldur því að fólki finnist ekki skipta máli hvort það notar atkvæði sitt í kosningum? Það er orðið ljóst að þátttaka var um það bil 4% lakari en í síðustu kosningum. Þetta er ekki bara að gerast á Íslandi. Áhugi fólks virðist fara minnkandi. Ég hef spurt nokkra sem orðið hafa á vegi mínum síðan á kosningadag og svörin sem ég fæ eru "það breytir engu hvort eð er" 

Ég er ekki sammála því en engu að síður þá er það skoðun þeirra sem þetta segja. Ég horði á fréttir og kastljós á ruv í gær. Þar voru vegfarendur teknir tali. Einn af mörgum sem ekki hafði trú á þeim meirihluta sem myndaður hafði verið í Reykjavík, maður sem kominn var til ára sinna og þar af leiðandi væntanlega með þokkalega reynslu af kosningum og því sem kemur í kjölfar þeirra sagði " þeir hegða sér alltaf öðru vísi þegar þeir eru komnir með valdið" 

Þetta leiddi huga minn að öðru. Hvers vegna er svona erfitt fyrir stjórnmálamenn að segja sannleikann. Í fréttum og kastljósi voru oddvitar listanna í Reykjavík spurðir í þaula eins og undanfarna daga. Mest áberandi var þó flest það sem tengdist Ólafi F-lista manni en  þar fór tvennum sögum af því hvað hafði gerst annars vegar á milli Ólafs og hinna 3ja flokkanna sem sátu á morgunfundinum þegar ólafur fór í matarhlé og hins vegar það sem farið hafði á milli Vilhjálms og Ólafs. Það er augljóst að einhver eða einhverjir eru ekki að segja sannleikann. Afhverju? Það skil ég ekki.

Er þetta ef til vill ein af ástæðunum að fólk missir áhugann á að nota atkvæði sitt. Það er ekkert að marka það sem menn og konur segja fyrir kosningar. Eitthvað sem ég heyri oft.

Er pólitík ef til vill lík Survivor þáttunum til þess að sá hæfasti vinni þá þarf að beita klókindum og einn þáttur þeirra er að segja ekki sannleikann. Slæmt þykir mér þó að vita til þess að menn og konur velji þann kostinn að segja ósatt.

En ég kemst auðvitað ekkert lengra með þetta en ég lifi nú alltaf í voninni um að pólitíkusar framtíðarinnar standi upp úr vegna heiðarleika, sannsögli og því að vera menn og konur orða sinna! 

 


mbl.is Töluvert minni kosningaþátttaka nú en 2002
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Pálína Erna Ásgeirsdóttir
Pálína Erna Ásgeirsdóttir

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (10.1.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 71765

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband