Leita í fréttum mbl.is

Gott framtak gegn heimilisofbeldi

Það gladdi mig að frétta af því að Jón Kristjánsson félagsmálaráðherra hafi undirritað samning um framkvæmd verkefnis "Karlar til ábyrgðar"

Karlar eru í áberandi meirihluta sem gerendur í heimilisofbeldi. Meðferðarúrræði fyrir þá er mikilvægt skref til framfarar. Heimilisofbeldið verður oft vítahringur sem erfitt er að rjúfa. Þó að þolendur styrki oft hegðun karlsins með því að gefa eftir og hlýða skipunum hans eða öðru því sem hann er að reyna að ná fram með hegðun sinni þá geta þolendur lítið annað gert. Eina leiðin til þess að vinna með þennan vanda er því í gegnum gerandann. Sálfræðingar munu veita gerendum sem sjálfviljugir leita sér hjálpar. Ég vona að sem flestir sem eiga við þennan vanda að stríða finni þörf hjá sér til þess aðleita sér hjálpar. Mér finnst ólíklegt að gerendur fyllist vellíðan eftir slíkan verknað. Ég trúi því að þeir hafi fest í vítahring styrkingarferlis. Þ.e.a.s. með því að beita valdi þá ná þeir sínu fram, hvort sem það er bara þögn til þess að horfa á sjónvarp eða eitthvað stærra.

Allt of stór hópur kvenna og jafnvel barna líka verða fórnarlömb heimilisofbeldis. Samkvæmt frétt á mbl.si er talið að á hverju ári verði um 1100 konur þolendur þess. Ég hlakka til að sjá þær tölur lækka og gleðst yfir þessu framtaki sem getur verið einn af mörgum þáttum til þess að skapa betra líf á Íslandi.

 


mbl.is Skrifað undir samning um verkefnið „Karlar til ábyrgðar"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Pálína Erna Ásgeirsdóttir
Pálína Erna Ásgeirsdóttir

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (10.1.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 71765

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband