Leita í fréttum mbl.is

Á Adamsklæðum einum saman á efsta tindi heims

Hvað gekk manninum til?

Vildi hann komast nær Guði? Margir hafa trúað því að því hærra sem þeir fara, komast sem næst himninum og á stað þar sem fáir fara ( innan við 1400 manns hafa farið á tindinn síðan 1953) komist þeir nær Guði. Aðrir að ef þeir séu á Adams- eða Evuklæðunum einum saman, eru bara eins og Guð skapaði þau þá komist þau nær Guði. Maðurinn var á Adamsklæðum einum saman í 3 mínútur en talan 3 tengist hinni heilögu þrenningu. Var það þetta sem maðurinn var að gera eða....

Vildi hann setja heimsmet og komast í heimsmetabók Guinnes eins og talsmenn hans segja. Ef það er rétt var þá tilgangur mannsins á sama tíma að gera það og nálgast Guð sinn á sama tíma eða......

Vildi hann sína vanvirðingu og hneykslun. Hefði þá ekki verið nóg að bera á sér óæðri endann? 

Nota Búddistar orðið Guð? Ég minnist þess ekki þegar ég tók viðtal vegna rítgerðar sem ég var að skrifa um Zen búddista. Þeir trúa ekki á Guð. Hvað ætli það þá þýði þegar sagt er að búddistar líti á fjallið sem Guð?

Ég vildi svo gjarnan fræðast meira um þetta. Hegðun einstaklingsins er ráðgáta sem ég spái mikið í og þörf mín að skilja hvað fær fólk til þess að hegða sér eins og það gerir bæði jákvætt og neikvætt fer vaxandi, enda er það aðalviðfangsefni sálfræðinnar að auka skilning á hegðun mannsins.

 


mbl.is Stóð berrassaður á hæsta tindi í heimi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Pálína Erna Ásgeirsdóttir
Pálína Erna Ásgeirsdóttir

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (10.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband