30.5.2006 | 08:57
Á Adamsklæðum einum saman á efsta tindi heims
Hvað gekk manninum til?
Vildi hann komast nær Guði? Margir hafa trúað því að því hærra sem þeir fara, komast sem næst himninum og á stað þar sem fáir fara ( innan við 1400 manns hafa farið á tindinn síðan 1953) komist þeir nær Guði. Aðrir að ef þeir séu á Adams- eða Evuklæðunum einum saman, eru bara eins og Guð skapaði þau þá komist þau nær Guði. Maðurinn var á Adamsklæðum einum saman í 3 mínútur en talan 3 tengist hinni heilögu þrenningu. Var það þetta sem maðurinn var að gera eða....
Vildi hann setja heimsmet og komast í heimsmetabók Guinnes eins og talsmenn hans segja. Ef það er rétt var þá tilgangur mannsins á sama tíma að gera það og nálgast Guð sinn á sama tíma eða......
Vildi hann sína vanvirðingu og hneykslun. Hefði þá ekki verið nóg að bera á sér óæðri endann?
Nota Búddistar orðið Guð? Ég minnist þess ekki þegar ég tók viðtal vegna rítgerðar sem ég var að skrifa um Zen búddista. Þeir trúa ekki á Guð. Hvað ætli það þá þýði þegar sagt er að búddistar líti á fjallið sem Guð?
Ég vildi svo gjarnan fræðast meira um þetta. Hegðun einstaklingsins er ráðgáta sem ég spái mikið í og þörf mín að skilja hvað fær fólk til þess að hegða sér eins og það gerir bæði jákvætt og neikvætt fer vaxandi, enda er það aðalviðfangsefni sálfræðinnar að auka skilning á hegðun mannsins.
Stóð berrassaður á hæsta tindi í heimi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Trúmál og siðferði, Dægurmál, Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 09:25 | Facebook
Tenglar
Heimasíður
Heimasíður til fróðleiks og skemmtunar
- Lifeðlisleg sálarfræði Spennandi rannsóknir
- Mind and Life Áhugavert
- Vísindagreinar á PubMed
- Okala foundation Kanadískt stryktarfélag fyrir fátæk börn í Camroon í Afríku
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.