Leita í fréttum mbl.is

Frítt fyrir alla í strætó og afnema skatta á reiðhjólum

Margt smátt gerir eitt stórt og maður líttu þér nær! Hver og einn getur auðvitað lagt sitt af mörkum til þess að draga úr gróðurhúsaáhrifum. En betur má ef duga skal. Hvað ef eftirfarandi væri sett í forgang?

Frítt sé í strætó fyrir alla, og skilvirkara leiðakerfi?

Einkabílalaus dagur einu sinni í viku ( svona eins og sjónvarpslausi dagurinn um árið)? 

Uppbygging hjólreiðastíga?

Afnám tolla og annarra skatta á reiðhjól?

Ræktun trjáa?

Ef að frítt væri í strætó fyrir alla þá væri það talsverður sparnaður fyrir meðalfjölskyldu og margir velja þann kostinn sem tekur minnst úr peningaveskinu.  Það myndi minnka gróðurhúsaáhrif bæði vegna útblásturs en ekki síður vegna svifriksins þegarnagladekkin rífa upp malbikið. Við minnkun bílaumferðar myndu vagnarnir halda vel áætlun, minna hætta á umferðarslysum sem sagt sparnaður á ýmsum sviðum á sama tíma.

Nýr lífstíll, hjólreiðamenning dregur ekki bara úr gróðurhúsaáhrifum heldur eykur brennslu, dregur úr fitusöfnun á líkamanum, bætir heilsuna hressir og kætir. 

Mér finnst þetta með strætu afar spennandi hugmynd sem auðvitað kostar mikla peninga. Auðvitað þarf að taka þá frá einhverju öðru og hér erum við að tala um fastan rekstrarkostnað eins og laun og viðhald vagnanna. Spurningin er því hvernig þetta er framkvæmanlegt. Ég efast hins vegar ekki um að þetta er hægt.

Ég styð því Evrópusambandið af heilum með von um batnandi menn sem lifa best. 


mbl.is ESB hvetur heimili til vinna gegn gróðurhúsaáhrifum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Pálína Erna Ásgeirsdóttir
Pálína Erna Ásgeirsdóttir

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (10.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband