Leita í fréttum mbl.is

Persónuleiki og starfsval

Það væri nú synd ef franska leikkonan Audrey Tautou myndi hætta að leika. Mér fannst hún reyndar ekki standa neitt sérstaklega upp úr í Davinci lyklinum en þið ættuð að sjá frönsku myndina Amelie. Hún er vægast sagt frábær í því hlutverki. Það hefur hentað persónuleika hennar vel.

Ég sá þessa mynd á franskri kvikmyndahátíð í Háskólabíó fyrir nokkrum árum síðan. Mér er hún enn mjög minnisstæð. Hef annars ekki séð margar franskar myndir en þær sem ég hef séð hafa ekki heillað mig. En Amelie var algjör perla. Þar lék Audrey unga konu sem valdi sér það hlutverk að hreyfa við fólki, sérstaklega þó einmana eða utangarðs. Ég veit ekki hvernig er að komast yfir þessa mynd en mér þætti virkilega ánægjulegt að sjá hana aftur. Ég vona svo sannarlega að Audrey finni leið til þess að höndla athyglina svo að kvikmyndaunnendur geti notið hennar sem listamanns. að sjáflsögðu er valið hennar og það er auðvitað ekkert líf að vinna við eitthvað sem veldur þér vanlíðan.   


mbl.is Audrey Tautou efast um starfsvalið sitt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helgi Kristinn Jakobsson

Ég skil hana alveg að vilja ekki taka þátt í þessum brjálaða hégóma sem þetta stjörnulíf er! ég sá einmitt Davinci lykilinn í gærkvöldi og varð fyrir pínu vonbrigðum, einmitt með leik hennar sem mér fannst ekki upp á marga fiska, hinsvegar fannst mér klippingin á "Langdon" vera í góðu lagi. Þarf að kíkja á þessa mynd Amelie.

Helgi Kristinn Jakobsson, 28.5.2006 kl. 19:50

2 Smámynd: Pálína Erna Ásgeirsdóttir

Takk fyrir að "commenta" Helgi

Ég velti þessu einmitt fyrir mér með rammalíf stjarnanna. Er ekki bara í lagi að listamaður í þessu tilviki iðki list sína án þess að þurfa að taka þátt í rammalífinu? Er ekki til fullt af fólki sem myndi fara að sjá myndirnar afnvel þó að viðkomandi stjarna væri ekki að sýna sig og sjá aðra við hin ýmsu tækifæri. Ef til vill er þrýstingurinn frá framleiðendum og fleirum of mikill.

Pálína Erna Ásgeirsdóttir, 29.5.2006 kl. 08:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Pálína Erna Ásgeirsdóttir
Pálína Erna Ásgeirsdóttir

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband