Leita í fréttum mbl.is

Allt verður svo vanmáttugt og smátt

Þegar náttúruöflin láta til sín taka þá er máttur mannsins lítill. Ég finn til mikillar samkenndar með fórnarlömbum þeirra. Áfallið er mikið og margir að missa allt sitt. Eitt er að missa eigur sínar og getur það verið þung raun fyrir þann sem í þeim sporum stendur, en að missa börnin sín, maka eða aðra ástvini er óbætanlegt. Áfall sem sumir komast illa yfir eða jafnvel aldrei.

Það er líka svo einkennilegt en að lesa fréttirar af jarðskjálftunum á Jövu, skoða myndir eyðileggingar og sorgar gerir mann orlausan. Hvað er hægt að segja? Mig langar til að segja svo margt en orðin streyma engan veginn fram. Margir íslendingar geta sjálfsagt sett sig í spor fólksins hvað varðar hreyfingu jarðar og eignaspjöllin sem urðu en að missa fjölskyldu sína í sama áfallahríðinni hver getur sett sig í þau spor?

Þvílík reynsla fyrir unga 17 ára stúlku að upplifa og sjá þau áhrif sem jarðskjálfti 6,2 stig á Richter hefur. Þegar hugsað er til reglna um styrk húsbygginga t.d. á Íslandi og þau áhrif sem skjálfti af þessum styrk myndi hafa hér hvað þá í Indónesíu þar sem aðrar reglur ríkja.


mbl.is Íslensk stúlka í Yogyakarta: Mikil ringlulreið skapaðist eftir jarðskjálftann
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Pálína Erna Ásgeirsdóttir
Pálína Erna Ásgeirsdóttir

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (11.1.): 3
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 71768

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband