27.5.2006 | 13:49
Ætli það sé valkvíðinn?
Kjörsókn hefur ekki veri hægari síðastliðin 4 kjörtímabil bara rúm 12% búin að hala sér á kjörstað og staðsetja Xið sitt.
Ef til vill er bara of kalt úti og allt of mikil fyrirhöfn að dúða sig. Leyfum bara sólinni að verma landið og stökkvum á kjörstað um sex leitið! Ég er auðvitað í hópi þeirra 88% sem ekki hafa skilað seðlinum sínum í kassann.
Ég var að reyna að tvinna saman frétt af ruv og skiptingu atkvæða á milli hverfa og síðan þeirra upplýsinga um kjörsókn sem ég las í frétt á mbl.is en gafst upp. Þetta var nú samt svolítil skemmtun að pæla aðeins í því hvort persónuleikarnir em kjósa ákveðna flokka séu áberandi meira A eða B týpur. Sumir vakna snemma og drífa þetta af en öðrum hentar að sofa út og kjósa seint og síðar meir. Ég hef nú ekki pælt í þessu áður en það væri nú gaman að fylgjast með þessu. Við getum samt ekki séð þetta nema í gengum skoðanakannanir innan hverfa. Hve margir kjósa hvað í hvaða hverfi og hversu mikil kjörsókn er í hverfinu. Alltaf gaman að pæla. Ef að pólitískir meginstraumar væru nokkuð þekktir innan hverfanna þá væru kosningar auðvitað ekki mikið spennandi. Við gætum þá skotið á niðurstöður allt út frá því hvaða hverfi eru búin að skila inn sínum atkvæðum ;)
Kjörsókn fer rólega af stað í Reykjavík | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Tenglar
Heimasíður
Heimasíður til fróðleiks og skemmtunar
- Lifeðlisleg sálarfræði Spennandi rannsóknir
- Mind and Life Áhugavert
- Vísindagreinar á PubMed
- Okala foundation Kanadískt stryktarfélag fyrir fátæk börn í Camroon í Afríku
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.