27.5.2006 | 11:57
Vantar vaxandi eftirvæntingu fast and free...
Kosningavökur ljósvakans færast nær mér og nær. Valkvíðinn er farinn og sú ákvörðun verið tekin að breyta út af vananum og mæta seint á kjörstað. Venjan er að fara eldsnemma og helst um leið og opnað er.
Ég hef alltaf fylgst með úrslitunum og verið með í kosningavökunni þó að val mitt hafi verið að sitja heima í stofu með fjölskyldunni. Þá þarf ég næst að taka ákvörðun um það hvaða sjónvarpsstöð ég á að horfa á .... hum...Ég hélt að ég væri í fríi! Þetta er á við harðasta vinnudag.
Ég gæti auðvitað nota fyrri aðferð og kastað upp teningi eða hvað?
Leyft einvherjum öðrum að ráða, en það er auðvitað stórhættulegt að koma þeim sið á.
En fyrst af öllu þá þarf ég að auka eftir væntinguna því að annar missi ég bara af kosningavökunni þar sem að ég kem ekki til með að kveikja á henni!
Hvað get ég gert til þess að auka eftirvæntingu mína og tilhlökkun, sannkallaðan Eurovisíonfíling... ég meina kosningafíling?
![]() |
Kosningavökur ljósvakans |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Sjónvarp, Matur og drykkur, Stjórnmál og samfélag, Lífstíll, Vinir og fjölskylda | Facebook
Tenglar
Heimasíður
Heimasíður til fróðleiks og skemmtunar
- Lifeðlisleg sálarfræði Spennandi rannsóknir
- Mind and Life Áhugavert
- Vísindagreinar á PubMed
- Okala foundation Kanadískt stryktarfélag fyrir fátæk börn í Camroon í Afríku
Nýjustu færslurnar
- Öðruvísi en ég er vanur að sjá
- Stjörnur kannski stjórna, ljóð frá 6. október 2005.
- Sníkjudýrið, kvarf í þumalinn, þá kom næsta dag rönd ca 10 til 20 mm löng og ca 3 til 4 mm breið ofan við öklann á vinstri fæti. Eftir viku hafði röndin skipt sér í 5 örlítið aflanga punkta sem urðu kringlóttir eins og á myndunum.
- Hræðsluáróður?
- Karlmenn takast í hendur í Alaska ...
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.