Leita í fréttum mbl.is

Valkvíði

Ég var að lesa fréttirnar á ruv.is og rakst þar á grein um valkvíða á kosningadag! Alltaf heyrir maður eitthvað nýtt, ekki að það sé eitthvað ónýtt en að þora ekki að fara að kjósa vegna þess að ég veit ekki hvað ég á að kjósa!

Ég hef reyndar aldrei áður át í neinum vandræðum með að kjósa og hef lagt metnað min í að mæta snemma og vera stolt af því að nýta atkvæði mitt vel. En í dag veit ég ekki hvað ég á að gera. Ætli það sé einhver valkvíði í mér..... nei það held ég ekki mér finnst hins vegar súrt að atkvæði mitt fari fyrir lítið. Ég var að velta þessu fyrir mér í gær og skil ekki hvers vegna mér finnst ekkert frambærilegt eða trúlegt við framboðin.

Situr það ef til vill enn í mér þegar ég kaus síðast? Þá valdi ég að gefa Samfylkingunni atvæði mitt vegna þess að mér leist svo vel á Ingibjörgu Sólrúnu. Hún væri kona orða sinna og það er einn af mikilvægustu þáttum stjórnmálamanns að mínu mati. En hvað gerðist? Ingibjörg skipti yfir í landspólitíkina og stóð ekki við orðin sín. Hversu mikið er hægt að taka mark á því sem frambjóðendur segja?

Ætti ég þá bara að sita heima og prófa það svona einu sinni? Það finnst mér hræðileg tilhugsun, nú eru góð ráð dýr. Þar sem að ég virðist ekki sjá neinn valkost í ár en er að vandræðast með atkvæðisréttinn minn, þetta mikla vald sem mér er gefið  hvað geri ég þá. Ég valdi að fara snemma á fætur og anda að mér fersku morgunloftinu, hugleiða og finna innri styrkinn minn.

Niðurstaðan varð sú að ef að vandi minn í ár væri bara sá að nýta atkvæðisréttinn, fara á kjörstað og merkja x við einhvern listann þá væri nú hægt að láta bara tilviljunina ráða. Ég gæti til dæmis kastað upp tening og lifað happy ever after ;9

Mig hryllir nú samt við tilhugsuninni 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Pálína Erna Ásgeirsdóttir
Pálína Erna Ásgeirsdóttir

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (12.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband