26.5.2006 | 23:06
Mér fannst ég vera að ganga á gröf
Miðvikudagur til mæðu heyrði ég móður mína oft segja þegar ég var lítil. Síðasti miðvikudagur var sko allt annað en til mæðu. Ég skellti mér í eðalkaffi á Kaffitár í Þjóðminjasafninu með systur minni. Eftir að hafa setið þar og rætt um lífið og tilveruna áttuðum við okku rá því að það er frír aðgangur í Þjóðminjasafnið á miðvikudögum.
Við drifum okkur upp stigann og þvílíkt safn. Þetta er svo ótrúlega skemmtilega uppsett. Við komum þar að beinagrindum þrem sem lagðar eru til eins og þær voru lagðar hér í den. Í fósturstellingu. Ein þeirra var mjög heilleg. Að ganga þarna um er eins og að ganga á gröf, eða það fannst mér.
Annað sem heillaði mig var herbergi sem heitir íslenskar huldukonur. Við systurnar héldum að þetta væri eitthvað tengt þjóðtrúnni en svo var nú aldeilis ekki. Hér var á ferðinni listasýning kvenna sem allar lærðu í útlöndum en engin þeirra gerði þó listina að aðalstarfi. Ég vil bara hvetja fólk til þess að drífa sig í safnið og njóta þess að sjá þetta. Ég hef ekki beint verið áhugamaður um hið liðna og því ekki sótt í álíka söfn en þetta var heilmikil upplifun.
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkur: Menning og listir | Breytt s.d. kl. 23:17 | Facebook
Tenglar
Heimasíður
Heimasíður til fróðleiks og skemmtunar
- Lifeðlisleg sálarfræði Spennandi rannsóknir
- Mind and Life Áhugavert
- Vísindagreinar á PubMed
- Okala foundation Kanadískt stryktarfélag fyrir fátæk börn í Camroon í Afríku
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.