26.5.2006 | 13:06
Gleðifregnir
Hamingjubylgja flæddi um mig þegar ég las fréttina. DV braut af sér með ámælisverðum hætti. Ég hef beðið eftir álíka frétt í langan tíma eins og lítið jólabarn bíður eftir jólunum. Fréttaflutningur DV hefur gengið svo fram af mér að það hálfa væri nóg. Sorglegasta staðreyndin er engu að síður sú að þetta var orðinn hluti af menningu okkar. Á meðan að fólk kaupir slík rit þá er það að segja já takk þetta vil ég! Það gladdi mig því líka mikið þegar sú frétt barst út að DV kæmi nú orðið aðeins út á laugardögum. Væntanlega hefur áskrifendum fækkað. Vonandi batnar menningin okkar eitthvað við það. Stundum vildi ég óska að ég gæti kallað svo hátt, en samt líka svo mjúklega og sannfærandi að fólk virkilega myndi hlusta. Við neytendur ráðum í rauninni svo miklu.
En snúum okkur að fréttinni, sjáum þetta fyrir okkur, bréfberinn í Keflavík stundar njósnir fyrir heilbrigðiseftirlit Suðurnesja :-) þetta minnir bara á orð páfans í mogganum i dag ( sjá nánar um það í eldri bloggfærslu).
Ég kemst ekki hjá því að brosa þó að það sé afskaplega sorglegt og gremjulegt fyrir þá sem fyrir því verða að bornar eru upp á þá rangar sagkir.
DV braut gegn siðareglum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Dægurmál, Stjórnmál og samfélag, Menning og listir | Facebook
Tenglar
Heimasíður
Heimasíður til fróðleiks og skemmtunar
- Lifeðlisleg sálarfræði Spennandi rannsóknir
- Mind and Life Áhugavert
- Vísindagreinar á PubMed
- Okala foundation Kanadískt stryktarfélag fyrir fátæk börn í Camroon í Afríku
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.