Leita í fréttum mbl.is

Allt getur nú gerst í grenjandi rigningu!!!

"Páfi hvetur trúbræður sína til að hafna þeim sem falsa orð Guðs" erlendar fréttir moggans 26.5.2006

Ja nú er ég aldeilis hissa. Hvers vegna skyldi páfinn hafa þörf til þess að vara fólk við?  Í fréttinni kemur það fram að fólk leitist við að falsa eða hagræða orðum Guðs í Biblíunni og að fólk hafa þörf fyrir að leita að sögulegum aðstæðum. Var það ekki einmitt á þann hátt sem að samantekt og síðar þýðingar Biblíunnar áttu sér stað? Ef til vill er einhver fróður lesandi hér sem getur frætt mig um eitthvað annað.   

Ef við gefum okkur þær forsendur að til sé einhverskonar Guð, hvar er þá sannfæringin og trúin á hann þegar sjálfur páfinn verður jafnvel óöruggur eða reiður (talar um að fólk sé að falsa orð Guðs) bara út af Da Vinci lyklinum. Da Vinci lykillinn er þar að auki skáldskapur ;-).

Það mætti nú bara halda að það sé eitthvert sannleikskorn í skáldskapnum...hum. Ekki finnst mér nú verra ef að Jesú hefur komið gegnunum sínum áfram. Hæfileikaríkur, sanngjarn og góður maður. 

Veltum aðeins fyrir okkur öllum þeim sem létu sig hafa það að standa úti í hellirigningu að hlusta á páfann predika þetta. Ég segi nú bara hvernig getum við vitað hver falsar orð Guðs og hver ekki?

Ég fór á frumsýningu myndarinnar og fannst hún ágætis afþreying, ekki svo slæmt að drepa tímann með því að horfa á hana en hún skilur ekki mikið eftir. Ég hugsa bara að orð páfans verði til eþss að myndin og boðskapur hennar muni festast mér í minni.

Þannig vinnur líka heilinn. Því oftar sem hamrað er á sömu hlutum því betur festast þeir í minni! Ef hægt er að koma tilfinningum inn hjá þér á sama tíma þá muntu muna það betur. Ég veit ekki alveg hvað páfa gengur til, en hitt veit að nú munu enn fleiri velta þessum ekki svo nýja möguleika fyrir sér. 


mbl.is Páfi hvetur trúbræður sína að hafna þeim sem „falsa orð Guðs“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Valur Jensson

Auðvitað hefur leiðtogi 1100 milljóna kristinna manna leyfi og raunar skyldu til að vara við sögufölsunum sem varða uppruna kristins siðar. Þú þurftir ekki svona mörg orð til að býsnast yfir því. En fjarri því fer, að þú sért ein á báti í því efni að amast við málfrelsi páfans og boðskap hans. Reyndu bara að vera fyndin, en það er sorglegt, hve Íslendingar sem aðrir gleypa við glæfralegum bullhugmyndum höfundar nefndrar bókar og gleyma allri virðingu í því sambandi. Það er bezt að hlægja þessa vitleysu í hel. Áhorfendur myndarinnar hlægja reyndar óspart á vitlausum stöðum, og það er jú í áttina.

Jón Valur Jensson, 28.5.2006 kl. 21:54

2 Smámynd: Pálína Erna Ásgeirsdóttir

Jón Valur takk fyrr "commentið" þitt

Mér þykir leitt að skrif mín hafi valdið misskilningi. Ef að orð mín hafa verið særandi á einhvern hátt þá biðst ég afsökunar á því.

Ég er fylgjandi málfrelsi, bæði þíns, páfans og allra annarra. Ég er enn hissa og sé ekkert fyndið við þetta. Lítur fólk á skáldsögur sem sögulegar staðreyndir eða heimildir? Ég geri það ekki. Skáldsaga er saga sem búin er til, yfirleitt er ekkert satt í henni.

Hver einstaklingur bregst auðvitað við því sem hann/hún skynjar ( les, sér, heyrir) út frá sínum reynsluheimi. Það skýrir ef til vill hvers vegna fólk leggur mismunandi skilning í þær upplýsingar sem það fær.

Pálína Erna Ásgeirsdóttir, 29.5.2006 kl. 10:54

3 identicon

Það er nú svo sem ekkert nýtt að trúaðir bregðist hart við kvikmynd sem tekur fyrir eitthvað varðandi trúnna, ég vænti að ég þurfi ekki að nefna dæmi. Þetta lið virðist seinnt ætla að skilja að viðbrögð þerra eru að færa þessum myndum enn meiri athyggli, því þegar hópar fólks, svo ekki sé nú talað um páfan sjálfan, fer að mótmæla þá er góður hópur fólks sem spyr sig "hvað ætli sé svona hræðilegt við þessa mynd ?". Þetta fólk er síðan enn líklegra til að fara að sjá myndina, bara til þess að fá svar við þessari spurningu. Hins vegar skil ég svo sem að páfin, og aðrir sem hafa hag af trúnni, bregðist illa við, Þar sem öll umræða, hvort sem við erum að tala um sannleika eða skáldskap, getur vakið fólk til umhugsunar. Það er þegar fólk byrjar að hugsa fyrir sjálft sig, sem flestir snúa baki við trúni. Af þeim sem að ég hef talað við eiga allir sem misst hafa trúna, hafa gert það eftir að fara að velta þessu fyrir sér sjálfir. Hitt er síðan annað að það litla sem ég hef heyrt um þennan nýja páfa, bendir til þess að honum sé mun meira annt um að fólk haldi áfram að trúa í blindni, heldur en að hugsa um velferð manna í heild.

Gunnar (IP-tala skráð) 29.5.2006 kl. 19:46

4 identicon

Ég get nú ekki annað en bent Jóni á eitt, hann talar um að þú sért að amast á málfrelsi páfa, Bíddu bíddu kallinn, ert þú ekki að amast yfir málfrelsi pistilhöfunds ? þetta er mjög áberandi hegðun hjá þeim sem verja trúna, sjá allt það illa við hegðun annara en á sama tíma hegða þeir sér nákvæmlega eins eða jafnvel verr. Ef orð mín hafa virkað særandi á einhvern hátt, þá skaltu spyrja þig að einu, hefur þú bein í nefinu til að taka gagnrýni ? Ef ekki, þá borgar sig fyrir þig að vera ekkert að tjá þig um viðkvæm málefni, því þessi málefni verða yfirleitt gagnrýnd.

Gunnar (IP-tala skráð) 29.5.2006 kl. 20:20

5 Smámynd: Pálína Erna Ásgeirsdóttir

Gunnar takk fyrir kommentið

Ég tek undir þetta með málfrelsið, málfrelsi á að ná til allra sem velja að tjá sig, en einnig tel ég að málaflokkur eins og trúmál þurfi að vera umræðuhæfur. Trúmál ættu ekki að vera of heilög til að Jón og Gunna geti rætt um þau. Mörg stríð hafa verið háð vegna trúarbragða og mikil reiði kemur oft fram þegar fólk ræðir þessi mál.

Milljónir manna um allan heim eiga sér trú. Trúin er jafnvel stór þáttur í lífi þess. Trú eðs trúleysi er jafnvel og yfirleitt eftir því sem mín þekking nær til eitt það merkilegasta í lífi fólks. Tjáning er leið mannsins til samskipta. Mega eða jafnvel eiga menn þá ekki að tala um það merkilegasta í lífi sínu. Er ekki virðing einn af þáttum trúar? Virðing fyrir sinni eigin trú og trú annarra. Er ekki þörf allra sú sama að aðrir virði trú þeirra eða trúleysi? Liggur það þá ekki ljóst fyrir að virða trú eða trúleysi annarra?

Já kommentið vakti upp miklu fleiri spurningar en þessar...

Pálína Erna Ásgeirsdóttir, 30.5.2006 kl. 09:14

6 identicon

Pálína Erna, þú sagðir hér og spurðir í byrjun: "Í fréttinni kemur það fram að fólk leitist við að falsa eða hagræða orðum Guðs í Biblíunni og að fólk hafi þörf fyrir að leita að sögulegum aðstæðum. Var það ekki einmitt á þann hátt sem að samantekt og síðar þýðingar Biblíunnar áttu sér stað?" -- Svarið við spurningunni er NEI, hinir mennsku höfundar Biblíunnar voru ekki svo skyni skroppnir að leitast við að hagræða orðum Guðs né falsa þau, og þýðendur held ég hafi fæstir reynt að falsa Guðs orð, þótt það sé að vísu enn að gerast, en þá væntanlega óvart. Hvort "fólk hafi þörf fyrir að leita að sögulegum aðstæðum" get ég ekki beinlínis svarað, því að ég skil ekki alveg hvað þú átt við með spurningunni. --

En hér í lokin talaðir þú um virðingu fyrir trú manna og trúleysi. Ég efast um að ýmsir trúlausir virði trú, þótt sumir trúlausir geri það reyndar. Sjálfur virði ég ekki trúleysi sem slíkt, get ekki virt afstöðu sem ég tel innihaldslega séð ranga. Hitt get ég og geri: virði þann trúlausa sem manneskju, sem og rétt hans/hennar til að komast eftir beztu getu að þeirri niðurstöðu sem verður ofan á hjá honum hverju sinni, a.m.k. ef hann er trúr skynsemi sinni og samvizku. --

Gunnar, þú ert á miklum villugötum, hefur trúlega lítið kynnt þér guðfræði eða Nýja testamentið. Og ekki virðistu þekkja haus né sporð á Benedikt XVI páfa. Má ég upplýsa þig um það, að hann er virtur fræðimaður, geypilega lærður og mikils virtur í sínu föðurlandi sem víðar og hefur skrifað fleiri bækur en nokkur annar páfi í kirkjusögunni. --

Það eru til heilagir hlutir, Gunnar. Jafnvel lög okkar viðurkenna frá upphafi, að ekki megi tjá sig hvernig sem er um þá hluti, ekki rást hvernig sem er á þá hluti sem öðrum eru heilagir. Veraldarhyggjumenn vilja gjarnan bylta því sem öðru, en þeir hafa ekki lögin með sér í því efni, og hörð vantrú er undantekning, ekki regla meðal landsmanna. --

Ég var ekki að amast við málfrelsi Pálínu Ernu og brigzla henni heldur ekki um guðlast. Ég held hún sé vel meinandi manneskja, en þar með er ekki sagt, að henni ratist rétt orð á munn í öllum sínum mörgu, daglegu bloggum. --

"Lítur fólk á skáldsögur sem sögulegar staðreyndir eða heimildir?" spurði hún hér ofar. En hafið þið ekki tekið eftir því, að Dan Brown lætur eins og skáldsaga hans sé byggð á sönnum heimildum? En þegar vanhöld eru á þeim "sannleika" hans, þá er bara eðlilegt að hann fái á sig gagnrýni og fullyrðingar hans sýndar í réttu ljósi sem tilbúningur. --

"Hins vegar skil ég svo sem að páfin(n), og aðrir sem hafa hag af trúnni, bregðist illa við, Þar sem öll umræða, hvort sem við erum að tala um sannleika eða skáldskap, getur vakið fólk til umhugsunar. Það er þegar fólk byrjar að hugsa fyrir sjálft sig, sem flestir snúa baki við trún(n)i," sagði Gunnar. -- Þetta skrifarðu, Gunnar, af miklu stærilæti gagnvart páfanum, rétt eins og hann vilji ekki að fólk hugsi ! Þvert á móti hvetur bæði Ritningin og kaþólska kirkjan okkur til að nota skynsemi okkar. Og það er lítil virðing við páfann og raunar býsna langsótt viðhorf og órökstutt að telja hann einfaldlega hagsmunasegg. Talaðu staðreyndir, Gunnar, slepptu hinu sem þú í raun veizt ekki. -- Með góðum óskum, Jón Valur Jensson.

Jón Valur Jensson (IP-tala skráð) 30.5.2006 kl. 21:13

7 identicon

Pálína Erna, þú sagðir hér og spurðir í byrjun: "Í fréttinni kemur það fram að fólk leitist við að falsa eða hagræða orðum Guðs í Biblíunni og að fólk hafi þörf fyrir að leita að sögulegum aðstæðum. Var það ekki einmitt á þann hátt sem að samantekt og síðar þýðingar Biblíunnar áttu sér stað?" -- Svarið við spurningunni er NEI, hinir mennsku höfundar Biblíunnar voru ekki svo skyni skroppnir að leitast við að hagræða orðum Guðs né falsa þau, og þýðendur held ég hafi fæstir reynt að falsa Guðs orð, þótt það sé að vísu enn að gerast, en þá væntanlega óvart. Hvort "fólk hafi þörf fyrir að leita að sögulegum aðstæðum" get ég ekki beinlínis svarað, því að ég skil ekki alveg hvað þú átt við með spurningunni. --

En hér í lokin talaðir þú um virðingu fyrir trú manna og trúleysi. Ég efast um að ýmsir trúlausir virði trú, þótt sumir trúlausir geri það reyndar. Sjálfur virði ég ekki trúleysi sem slíkt, get ekki virt afstöðu sem ég tel innihaldslega séð ranga. Hitt get ég og geri: virði þann trúlausa sem manneskju, sem og rétt hans/hennar til að komast eftir beztu getu að þeirri niðurstöðu sem verður ofan á hjá honum hverju sinni, a.m.k. ef hann er trúr skynsemi sinni og samvizku. --

Gunnar, þú ert á miklum villugötum, hefur trúlega lítið kynnt þér guðfræði eða Nýja testamentið. Og ekki virðistu þekkja haus né sporð á Benedikt XVI páfa. Má ég upplýsa þig um það, að hann er virtur fræðimaður, geypilega lærður og mikils virtur í sínu föðurlandi sem víðar og hefur skrifað fleiri bækur en nokkur annar páfi í kirkjusögunni. --

Það eru til heilagir hlutir, Gunnar. Jafnvel lög okkar viðurkenna frá upphafi, að ekki megi tjá sig hvernig sem er um þá hluti, ekki rást hvernig sem er á þá hluti sem öðrum eru heilagir. Veraldarhyggjumenn vilja gjarnan bylta því sem öðru, en þeir hafa ekki lögin með sér í því efni, og hörð vantrú er undantekning, ekki regla meðal landsmanna. --

Ég var ekki að amast við málfrelsi Pálínu Ernu og brigzla henni heldur ekki um guðlast. Ég held hún sé vel meinandi manneskja, en þar með er ekki sagt, að henni ratist rétt orð á munn í öllum sínum mörgu, daglegu bloggum. --

"Lítur fólk á skáldsögur sem sögulegar staðreyndir eða heimildir?" spurði hún hér ofar. En hafið þið ekki tekið eftir því, að Dan Brown lætur eins og skáldsaga hans sé byggð á sönnum heimildum? En þegar vanhöld eru á þeim "sannleika" hans, þá er bara eðlilegt að hann fái á sig gagnrýni og fullyrðingar hans sýndar í réttu ljósi sem tilbúningur. --

"Hins vegar skil ég svo sem að páfin(n), og aðrir sem hafa hag af trúnni, bregðist illa við, Þar sem öll umræða, hvort sem við erum að tala um sannleika eða skáldskap, getur vakið fólk til umhugsunar. Það er þegar fólk byrjar að hugsa fyrir sjálft sig, sem flestir snúa baki við trún(n)i," sagði Gunnar. -- Þetta skrifarðu, Gunnar, af miklu stærilæti gagnvart páfanum, rétt eins og hann vilji ekki að fólk hugsi ! Þvert á móti hvetur bæði Ritningin og kaþólska kirkjan okkur til að nota skynsemi okkar. Og það er lítil virðing við páfann og raunar býsna langsótt viðhorf og órökstutt að telja hann einfaldlega hagsmunasegg. Talaðu staðreyndir, Gunnar, slepptu hinu sem þú í raun veizt ekki. -- Með góðum óskum, Jón Valur Jensson.

Jón Valur Jensson (IP-tala skráð) 30.5.2006 kl. 21:13

8 identicon

Pálína Erna, þú sagðir hér og spurðir í byrjun: "Í fréttinni kemur það fram að fólk leitist við að falsa eða hagræða orðum Guðs í Biblíunni og að fólk hafi þörf fyrir að leita að sögulegum aðstæðum. Var það ekki einmitt á þann hátt sem að samantekt og síðar þýðingar Biblíunnar áttu sér stað?" -- Svarið við spurningunni er NEI, hinir mennsku höfundar Biblíunnar voru ekki svo skyni skroppnir að leitast við að hagræða orðum Guðs né falsa þau, og þýðendur held ég hafi fæstir reynt að falsa Guðs orð, þótt það sé að vísu enn að gerast, en þá væntanlega óvart. Hvort "fólk hafi þörf fyrir að leita að sögulegum aðstæðum" get ég ekki beinlínis svarað, því að ég skil ekki alveg hvað þú átt við með spurningunni. --

En hér í lokin talaðir þú um virðingu fyrir trú manna og trúleysi. Ég efast um að ýmsir trúlausir virði trú, þótt sumir trúlausir geri það reyndar. Sjálfur virði ég ekki trúleysi sem slíkt, get ekki virt afstöðu sem ég tel innihaldslega séð ranga. Hitt get ég og geri: virði þann trúlausa sem manneskju, sem og rétt hans/hennar til að komast eftir beztu getu að þeirri niðurstöðu sem verður ofan á hjá honum hverju sinni, a.m.k. ef hann er trúr skynsemi sinni og samvizku. --

Gunnar, þú ert á miklum villugötum, hefur trúlega lítið kynnt þér guðfræði eða Nýja testamentið. Og ekki virðistu þekkja haus né sporð á Benedikt XVI páfa. Má ég upplýsa þig um það, að hann er virtur fræðimaður, geypilega lærður og mikils virtur í sínu föðurlandi sem víðar og hefur skrifað fleiri bækur en nokkur annar páfi í kirkjusögunni. --

Það eru til heilagir hlutir, Gunnar. Jafnvel lög okkar viðurkenna frá upphafi, að ekki megi tjá sig hvernig sem er um þá hluti, ekki rást hvernig sem er á þá hluti sem öðrum eru heilagir. Veraldarhyggjumenn vilja gjarnan bylta því sem öðru, en þeir hafa ekki lögin með sér í því efni, og hörð vantrú er undantekning, ekki regla meðal landsmanna. --

Ég var ekki að amast við málfrelsi Pálínu Ernu og brigzla henni heldur ekki um guðlast. Ég held hún sé vel meinandi manneskja, en þar með er ekki sagt, að henni ratist rétt orð á munn í öllum sínum mörgu, daglegu bloggum. --

"Lítur fólk á skáldsögur sem sögulegar staðreyndir eða heimildir?" spurði hún hér ofar. En hafið þið ekki tekið eftir því, að Dan Brown lætur eins og skáldsaga hans sé byggð á sönnum heimildum? En þegar vanhöld eru á þeim "sannleika" hans, þá er bara eðlilegt að hann fái á sig gagnrýni og fullyrðingar hans sýndar í réttu ljósi sem tilbúningur. --

"Hins vegar skil ég svo sem að páfin(n), og aðrir sem hafa hag af trúnni, bregðist illa við, Þar sem öll umræða, hvort sem við erum að tala um sannleika eða skáldskap, getur vakið fólk til umhugsunar. Það er þegar fólk byrjar að hugsa fyrir sjálft sig, sem flestir snúa baki við trún(n)i," sagði Gunnar. -- Þetta skrifarðu, Gunnar, af miklu stærilæti gagnvart páfanum, rétt eins og hann vilji ekki að fólk hugsi ! Þvert á móti hvetur bæði Ritningin og kaþólska kirkjan okkur til að nota skynsemi okkar. Og það er lítil virðing við páfann og raunar býsna langsótt viðhorf og órökstutt að telja hann einfaldlega hagsmunasegg. Talaðu staðreyndir, Gunnar, slepptu hinu sem þú í raun veizt ekki. -- Með góðum óskum, Jón Valur Jensson.

jonvalurjensson (IP-tala skráð) 30.5.2006 kl. 21:14

9 identicon

Pálína Erna, þú sagðir hér og spurðir í byrjun: "Í fréttinni kemur það fram að fólk leitist við að falsa eða hagræða orðum Guðs í Biblíunni og að fólk hafi þörf fyrir að leita að sögulegum aðstæðum. Var það ekki einmitt á þann hátt sem að samantekt og síðar þýðingar Biblíunnar áttu sér stað?" -- Svarið við spurningunni er NEI, hinir mennsku höfundar Biblíunnar voru ekki svo skyni skroppnir að leitast við að hagræða orðum Guðs né falsa þau, og þýðendur held ég hafi fæstir reynt að falsa Guðs orð, þótt það sé að vísu enn að gerast, en þá væntanlega óvart. Hvort "fólk hafi þörf fyrir að leita að sögulegum aðstæðum" get ég ekki beinlínis svarað, því að ég skil ekki alveg hvað þú átt við með spurningunni. --

En hér í lokin talaðir þú um virðingu fyrir trú manna og trúleysi. Ég efast um að ýmsir trúlausir virði trú, þótt sumir trúlausir geri það reyndar. Sjálfur virði ég ekki trúleysi sem slíkt, get ekki virt afstöðu sem ég tel innihaldslega séð ranga. Hitt get ég og geri: virði þann trúlausa sem manneskju, sem og rétt hans/hennar til að komast eftir beztu getu að þeirri niðurstöðu sem verður ofan á hjá honum hverju sinni, a.m.k. ef hann er trúr skynsemi sinni og samvizku. --

Gunnar, þú ert á miklum villugötum, hefur trúlega lítið kynnt þér guðfræði eða Nýja testamentið. Og ekki virðistu þekkja haus né sporð á Benedikt XVI páfa. Má ég upplýsa þig um það, að hann er virtur fræðimaður, geypilega lærður og mikils virtur í sínu föðurlandi sem víðar og hefur skrifað fleiri bækur en nokkur annar páfi í kirkjusögunni. --

Það eru til heilagir hlutir, Gunnar. Jafnvel lög okkar viðurkenna frá upphafi, að ekki megi tjá sig hvernig sem er um þá hluti, ekki rást hvernig sem er á þá hluti sem öðrum eru heilagir. Veraldarhyggjumenn vilja gjarnan bylta því sem öðru, en þeir hafa ekki lögin með sér í því efni, og hörð vantrú er undantekning, ekki regla meðal landsmanna. --

Ég var ekki að amast við málfrelsi Pálínu Ernu og brigzla henni heldur ekki um guðlast. Ég held hún sé vel meinandi manneskja, en þar með er ekki sagt, að henni ratist rétt orð á munn í öllum sínum mörgu, daglegu bloggum. --

"Lítur fólk á skáldsögur sem sögulegar staðreyndir eða heimildir?" spurði hún hér ofar. En hafið þið ekki tekið eftir því, að Dan Brown lætur eins og skáldsaga hans sé byggð á sönnum heimildum? En þegar vanhöld eru á þeim "sannleika" hans, þá er bara eðlilegt að hann fái á sig gagnrýni og fullyrðingar hans sýndar í réttu ljósi sem tilbúningur. --

"Hins vegar skil ég svo sem að páfin(n), og aðrir sem hafa hag af trúnni, bregðist illa við, Þar sem öll umræða, hvort sem við erum að tala um sannleika eða skáldskap, getur vakið fólk til umhugsunar. Það er þegar fólk byrjar að hugsa fyrir sjálft sig, sem flestir snúa baki við trún(n)i," sagði Gunnar. -- Þetta skrifarðu, Gunnar, af miklu stærilæti gagnvart páfanum, rétt eins og hann vilji ekki að fólk hugsi ! Þvert á móti hvetur bæði Ritningin og kaþólska kirkjan okkur til að nota skynsemi okkar. Og það er lítil virðing við páfann og raunar býsna langsótt viðhorf og órökstutt að telja hann einfaldlega hagsmunasegg. Talaðu staðreyndir, Gunnar, slepptu hinu sem þú í raun veizt ekki. -- Með góðum óskum, Jón Valur Jensson.

jonvalurjensson (IP-tala skráð) 30.5.2006 kl. 21:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Pálína Erna Ásgeirsdóttir
Pálína Erna Ásgeirsdóttir

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (11.1.): 3
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 71768

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband