26.1.2007 | 13:08
Er uppbygging stundatöflu ef til vill líka ólík?
Fyrir nokkru síðan las ég grein í New Scientist um starf kennara sem hafi mikinn áhuga á því hve setlpur og strákar eru ólík. Í þeirri grein kom meðal annars fram að strákar hefðu meiri hreyfiþörf en stelpur og að stelpur hefðu meiri þörf á að spjalla saman en strákar.
Ég var einmitt að ræða þennan mun við einn samnemanda minn í gær í kjölfar fyrirslesturs í þroskasálfræði. Því hefur oft verið fleygt fram að skólarnir í dag séu frekar sniðnir að þörfum stelpna en stráka. Hér er sérstaklega verið að tala um grunnskólabörn en ef til vill nær þetta lengra fram eftir aldri :)
Strákarnir þyrftu í raun styttri tíma og tækifæri til að hlaupa, hoppa eða hreyfa sig almennt í frímínútum á meðan stelpurnar hefðiu meiri þörf fyrir mjúkt og fallegt sófaskot til að hreiðra um sig í og spjalla.
Nú leikur mér forvitni á að vita hvernig þetta er í þessum kynjaskiptu skólum í USA hvort að verið sé að tqka tillit til þessara þarfa eða er bara verið að aðskilja kynin?
Fyrir rúmlega 30 árum síðan var rekinn leikskóli á vegum KFUKogM við Réttarholtsveg/Langagerði
Þar var kynjaskipting og var þetta mjög sérstakt að því er mér fannst. Eldri dóttir mín var í þessum leikskóla í nokkra mánuði. Það sem kom mér mest á óvart var hve lítill hávaði var í leikskólanum. Það var eins og það væru engin börn þar inni. Börnin léku sér svo saman þegar þau voru úti.
Börnunum leið greinilega vel í þessum leikskóla en ég var ekki hrifin af því að stelpur mættu ekki leika sér með bíla og strákar ekki með potta og eldavélar. Leikföngin voru hefðbundin stelpu eða strákaleikföng.
Ef einhver sem les þetta þekkir eitthvað til þessara skóla í USA þá þætti mér afar gaman að fá fregnir af þessu.
Sífellt fleiri bandarískir skólar kynjaskipta bekkjum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Dægurmál, Lífstíll, Menning og listir, Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:05 | Facebook
Tenglar
Heimasíður
Heimasíður til fróðleiks og skemmtunar
- Lifeðlisleg sálarfræði Spennandi rannsóknir
- Mind and Life Áhugavert
- Vísindagreinar á PubMed
- Okala foundation Kanadískt stryktarfélag fyrir fátæk börn í Camroon í Afríku
Athugasemdir
Mér finnst alltof mikið gert út muninum á kynjunum. Eins og að það eigi að steypa stelpum í eitt mót og strákum í annað. Stelpur með áhuga á dúkkum ... osfrv. Ég er í hatrammri baráttu gegn staðalímyndakjaftæðinu sem hefur bitnað verr á stelpum (kunna ekki að bakka í stæði og hafa ekkert vit á stærðfræði). Mikill agi ríkti í bekknum mínum þegar ég var í barnaskóla. Þar blómstruðu allir, strákar og stelpur!
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 26.1.2007 kl. 16:46
Mér leið ágætlega í barnaskóla, held ég en við urðum að sitja kjurr og þegja. Ég hafði líka mikla hreyfiþörf og hún var nú leyst í þá daga. Maður var alltaf úti og hreyfði sig mikið. skóladagurinn ekki og langur. Nú er þetta allt orðið öðruvísi og finnst mér að stelpur þurfi líka að hreyfa sig í skólanum en ekki sita út í horni að mala. Auðvitað þarf að sinna þeirri þörf þeirra líka. Þekki ekki þessa amerísku skóla.Vildi bara segja þetta.
Jórunn Sigurbergsdóttir , 26.1.2007 kl. 19:38
ég þarf mikla hreyfiþörf hehehe
Ólafur fannberg, 26.1.2007 kl. 23:27
Punkturinn sem kennarinn var að rannsaka hefur með áhrif testósteróns að gera og vildi hann meina að skólar væru ef til vill frekar hannaðir fyrir stelpur en stráka og það væri líkleg skýring á því hvers vegna meðaeinkunn stráka er lægri en stelpna.
Ég hef ekki enn fundið gögnin um þetta en sé þetta rétt þá er kerfið eins og það er í dag ósanngjarnt gagnvart strákum. Auðvitað hefur þetta allt kosti og galla og alltaf er verið að spá í að nýta tímann sem best.
Í tveimur af fjórum kúrsum sem ég er í hafa kennarar stungið upp á því að sleppa pásunni og halda stífan fyrirlestur í 90 mínútur ( eins og það er nú gott að standa aðeins upp bæta á sig koffíni og koma blóðrásinni af stað.
Pálína Erna Ásgeirsdóttir, 28.1.2007 kl. 11:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.