20.1.2007 | 13:30
Afmælistilboð
Það vill nú svo til að eg hef einmitt verið í afmælisveislu-hugleiðingum. Ég háskólaneminn hef nú ekki efni á 80. þús til 1,7 millur per/ mann veislu eða þannig hehe
Hvað eru menn að hugsa?
Yngri dóttir mín varð 17 ára núna 18. janúar og yngsti sonur minn verður 9 ára núna 23. janúar. Strákurinn er enn fyrir veislur og á síðasta ári komu bekkjafélagar hans heim til okkar. Það var fjör já það var fjör :)
Í ár er planið að halda upp á fmælið hans í Keiluhöllinni enda strákurinn að stækka og mikilvægt að fá smá útrás fyrir "að hitta í mark" þörfina. Ég hringdi því um daginn í starfsmenn Keiluhallarinnar og þar var ekki málið að panta afmælisveislu sem stendur í tvo klukkutíma, innifalið er keila, pitza og afmælisgjöf, jeyjjjj ekkert mál að ganga frá þessu og kostnaðurinn 1.290 kr per mann.
Þegar ég las greinina á mbl.is um afmælisveislur unglinga í USA og þann mega kostnað sem foreldrar leggja út í þá datt mér í hug hvers vegna íþróttafélög byðu ekki upp á einhverja pakka og svo fengi hvert barn afsláttarkort á eitthvert námskeið næsta sumar. Þetta gæti ef til vill orðið til þess að fleiri börn fengju áhuga á að taka þátt og einnig yrði það freisting fyrir efnaminni foreldra að drífa börnin sína f stað.
Herferð gegn ofdekri | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Dægurmál, Lífstíll, Menning og listir | Breytt s.d. kl. 13:44 | Facebook
Tenglar
Heimasíður
Heimasíður til fróðleiks og skemmtunar
- Lifeðlisleg sálarfræði Spennandi rannsóknir
- Mind and Life Áhugavert
- Vísindagreinar á PubMed
- Okala foundation Kanadískt stryktarfélag fyrir fátæk börn í Camroon í Afríku
Athugasemdir
Hæ elskan mín. Nýi bloggvinurinn! Fyrst við erum hættar að hittast í Kaffitári er þetta ekki verri vettvangur. Gaman að geta fylgst með þér, dugnaðarforkurinn minn!
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 20.1.2007 kl. 13:59
Æjjjjj alltaf hlýnar mér nú um hjartaræturnar að heyra frá þér Gurrí mín og ekkert smá næs mynd af þér.
Já ég hlakka líka til að hitta þig hér elhhhhhhkan ;)
Pálína Erna Ásgeirsdóttir, 20.1.2007 kl. 14:03
Til hamingju með öll amfælisbörnin þín í janúar. Svoan er þetta oft allir koma í röð.
Jórunn Sigurbergsdóttir , 20.1.2007 kl. 14:20
Hahahaha einmitt ég á fimm börn og haltu þér nú. Sjálf er ég fædd í október og á svo börn í nóvember, desember tvö í janúar en annað þeirra sem fæddist 23. jan átti að fæðast 2. febrúar og svo á ég eitt í mars hahahahahahha
Nokkuð ljóst að fengitíminn hóst hóst er febrúar til júní :)
Var það ekki einmitt svona í gamla daga að flest börnin komu undir á kuldamánuðunum. En stóra spurningin er þá hvað með foreldra þeirra barna sem fæðast í maí til ágúst?
Ætli fleiri íslendingar séu fæddir á tímabilinu sept til apríl en maí til ágúst?
Pálína Erna Ásgeirsdóttir, 20.1.2007 kl. 14:28
Sæl Pálína mæin.
Já þeir í USA eru með alveg ótrúlegar uppákomur. Eftir að systir mín flutti þangað þá fréttir maður margt. Það var mikið að gera hjá henni 2006 því að það var mjög vinsælt að fá leigt sundlaugaplássið hjá henni undir barnaæfmælispartí. Og þemað sumir foreldrar eru með er víst alveg ótrúlegt og það skiptir ekki máli hvað hlutirnir kosta, það verður að vera flottaara en hjá hinum ( smá íslenst ).
kveðja Sigrún
Sigrún Sæmundsdóttir, 20.1.2007 kl. 15:48
Ég á líka 2 börn í janúar, eitt í mars og eitt í júlí.
Birna M, 20.1.2007 kl. 17:09
ÆÆÆ auðvita á að vera Pálína mín ekki ,,,mæin,,, Ég á 4, það er febrúar, mars, júní og des.
Sigrún Sæmundsdóttir, 20.1.2007 kl. 23:37
Haha við erum alla vegna nokkuð samstíga í þ´vi að fjölga mannkyninu yfir vetrarmánuðina hjá ykkur eru 3 af 4 á þeim tíma og hjá mér eru 5 af 5 á vetrartímanum.
Pálína Erna Ásgeirsdóttir, 21.1.2007 kl. 13:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.