19.1.2007 | 13:52
Hvað er veggjakrot og hvernig væri hægt að uppræta það?
Hvers vegna veggjakrot?
Er veggjakrot útrás fyrir listræna sköpun eða skemmdarfýsnar? Hvaða leiðir væri hægt að fara til þess að komast að því? Ætli það myndi breyta einhverju ef að listamönnunum yrði úthlutað ákvæðið svæði þar sem þeir mættu njóta þess að tjá sig á þennan hátt?
Fyrir 1 eða 2 árum síðan kom hingað til lands erlendur sérfræðingur í veggjakroti og vildi hann meina að veggjakrot hér væri farið að þróast yfir í það sem sést í erlendum stórborgum. Þá átti hann við að m.a. væru glæpaklíkur að láta vita af sér, koma skilaboðum áfram o.þ.h.
Ég varð eins og margir fleiri hissa og vantrúuð á að svo gæti verið hér heima á saklausa Íslandi, en er ef til vill eitthvað til í því?
Hér er linkur á síðuna hiphop.is og bréfið sem sent var til borgarstjórnar
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Dægurmál, Lífstíll, Menning og listir, Stjórnmál og samfélag | Breytt 20.1.2007 kl. 12:17 | Facebook
Af mbl.is
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (16.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Heimasíður
Heimasíður til fróðleiks og skemmtunar
- Lifeðlisleg sálarfræði Spennandi rannsóknir
- Mind and Life Áhugavert
- Vísindagreinar á PubMed
- Okala foundation Kanadískt stryktarfélag fyrir fátæk börn í Camroon í Afríku
Athugasemdir
Sæl
Held að bæði sjónarmiðin séu raunveruleg bæði er veggjakrot skilaboð en einning líka meðal unglina án þess að um nokkra glæpi sé að ræða.
Við erum öll fædd með sköpunargleði, mismunandi mikla, ásamt því að vilja tjá sig. Held að unglingar í dag fái ekki nóga útrás fyrir sköpunargleði og tjáningu. Ef til vill brýst það út með veggjakroti og gefur unglingum útrás sem er þeim holl. Enginn glæpur á bak við það.
Sigríður Laufey Einarsdóttir, 19.1.2007 kl. 23:01
Ég held að sá sem ætlar að skapa finni alltaf farveg. Veggakrot gæti verið spennandi og gert vegna þess að það er spennandi. Þar þarf ekki að fara saman þörfin fyrir að skapa. Sá sem ætlar að skapa geri það. En oft eru líka mjög færir einstaklingar sem stunda veggjakrot. Því miður eru líka til undirheimar hér og lögreglumaðurinn sem kom hér fyrir nokkrum árum komn til að skoða veggakrotið. Hann fann ekki nokkur merki þess að hér væru skilaboð frá glæpagengum. En Pálína víð miður er Ísland okkar ekki eins saklaust og við viljum halda.
Jórunn Sigurbergsdóttir , 19.1.2007 kl. 23:21
Takk fyrir innleggin ykkar. Mér var sagt að sérfræðingurinn hefði einmitt séð merki um einhverskonar skilaboð. Þetta mál var í umræðu hjá mér og fleirum í vikunni sem er að líða og þá rifjaðist þetta upp.
En ætli það sé hægt að stýra veggjakroti eða graffiti inn á ákveðin svæði? Hvað haldið þið um það?
Pálína Erna Ásgeirsdóttir, 19.1.2007 kl. 23:28
Sjálfri fynst mér flott "veggjakrot" eins og það er kallað heima flott og mjög listrænt. En svo hef ég verið að lesa um aðra hluti hér í næsta bæ sem flokkast undir það sama en er með hatursáróðri og fordómum, það er ekki list og á ekki að líðast. Mér fyndist góð hugmynd eins og á mörgum stöðum að bjóða listamönnunum upp á að skreyta vissa staði, er viss um að það yrði vinsælt og fólki kæmi á óvart hvað þetta getur verið flott og flókið En ég varð að fá smá blogg skamt, en er stillt og sit ekki lengi við tölvuna.
Kær kveðja Sigrún
Sigrún Friðriksdóttir, 20.1.2007 kl. 00:11
Takk Sigrún gaman að heyra frá þér.
Mér finnst íslenska heitið "veggjakrot" ekki lýsandi fyrir listformið en mér finnst graffiti oftast mjög flott. Hvort það er nú ekki skemmtilegra eða réttara sagt áhugaverðara að horfa á stafn 3ja hæða húss með flottu graffiti heldur en ekki.
Ég myndi hins vegar vilja sjá skemmdarverkin hverfa og ef að einhverjar klíkur eru að nota þetta til þess að koma skilaboðum áfram að það væri hægt að taka fyrir það. Ég sé hins vegar ekki í hendi mér hvernig hægt væri að framkvæma það á skilvirkan hátt. ég var að lesa á hiphop.is bréf sem áhugamannahópur um graffiti sendi til borgarstjórnar í desember síðastliðnum og bætti hlekk á síðuna neðst í bloggfærsluna hjá mér. Mér líst vel á það sem fram kemur þar.
Pálína Erna Ásgeirsdóttir, 20.1.2007 kl. 12:15
Já, það er góð hugmynd að úthluta svæði fyrir graffíti. Það er gaman að sjá fallega skreytt hús þannig. En ég er hrædd um að það verði alltaf enhverjir sem vilji frekar gera þetta í óleyfi.
Kanski misminnir mig um lögreglumanninn en ég hélt að hann hefði sagt að enn findust ekki merki um að glæpagengi væru með skilaboð. Þetta var líka fyrir mörgun árum og margt getur hafa breyst síðan þá.
Jórunn Sigurbergsdóttir , 20.1.2007 kl. 12:40
Ég er fylgjandi sérstöku graffití svæði, það er oft mjög gaman að þessu, þó það eigi ekki heima allsstaðar.
Birna M, 20.1.2007 kl. 12:45
Ég man þetta ekki heldur Jórunn en gaman væri að heyra frá fleirum sem muna eftir þessu.
Fyrirsögnin á bloggfærslunni er ef til vill ruglandi hjá mér en mér finnst graffiti flott en líkar ekki krotið. Það er líka umhugsunarefni ef einhver merking liggur í því. Ég heyrði sögur um undirgöngin í Hlíðunum en þar virtust hafa átt sér stað einhver átök um svæðið.
Fallegt graffiti breyttist í alls konar krot eða minna fallega list.
Pálína Erna Ásgeirsdóttir, 20.1.2007 kl. 12:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.