13.1.2007 | 13:47
Fræðslu um getnaðarvarnir takk!
Ég fæ ekki betur séð að en það sé þörf á að kynna hina ýmsu möguleika á getnaðarvörnum fyrir norsk ungmenni. Það er sannarlega sorgleg þróun að fóstureyðing sé notuð sem getnaðarvörn ef hægt er að leyfa sér að taka þannig til máls.
Ekki veit ég hvernig ungar norskar konur fara í gegnum þetta ferli en þær konur sem ég þekki og hafa tekið ákvörðun um að láta eyða fóstri hafa allar farið í gegnum tilfinningalegt álagstímabil í kjölfarið að undantekinni einni ungri konu.
Einu sinni þurfti ég að fara i aðgerð á kvennadeild Landsspítalans og lá þá á stofu með nokkrum konum. Ein þeirra var 18 ára og var að koma úr sinni 3ju fóstureyðingu. Gestur hennar var að spyrja hana hvort henni liði ekki illa og þetta hlyti að vera henni mjög erfitt en þá svaraði hún um hæl. "Nei nei þetta er svo sem ekkert , þetta er nú í þriðja sinn hjá mér".
Mér þótti tilhugsunin óþægileg að það væri hægt að venjast þessu þar sem ég hafði heyrt nokkrar reynslusögur annarra kvenna sem báru sig illa.
Ég er alls ekki á móti fóstureyðingum en ég vildi frekar lifa í þeim heimi þar sem að konur sem ekki vilja verða ófrískar velji að nota getnaðarvarnir frekar en að taka sénsinn og ef svo illa vill til að getnaður eigi sér stað að fara þá bara í fóstureyðingu. Í heimi þar sem að fóstureyðingar eru neyðarlausnir þegar allt annað þrýtur.
Ungar konur í Noregi kjósa fóstureyðingu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Dægurmál, Lífstíll, Vísindi og fræði | Facebook
Af mbl.is
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (16.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Heimasíður
Heimasíður til fróðleiks og skemmtunar
- Lifeðlisleg sálarfræði Spennandi rannsóknir
- Mind and Life Áhugavert
- Vísindagreinar á PubMed
- Okala foundation Kanadískt stryktarfélag fyrir fátæk börn í Camroon í Afríku
Athugasemdir
Ég veit einmitt um eina stelpu sem hefur farið þrisvar í fóstureyðingu og finnst það, að mér skilst, ekkert sérstakt tiltökumál. Tek það fram að ég hef ekkert frétt af þessari stelpu í nokkur ár þannig að það getur vel verið að skiptin séu orðin fleiri þó ég viti það að sjálfsögðu ekki. Þetta er auðvitað sorglegt.
Hjörtur J. Guðmundsson, 13.1.2007 kl. 14:25
kvitt
Ólafur fannberg, 13.1.2007 kl. 16:23
Skrítð að finnast það ekkert mál að fara í fóstureyðingu. Þær sem ég þekki og hafa þurft að gera þetta hafa verið andlega mjög miður sín á eftir.
Jórunn Sigurbergsdóttir , 13.1.2007 kl. 18:14
Ég held ég flokkist undir að vera hlint valmöguleikaum, en ég veit að ég gæti aldrei farið sjálf í fóstureyðingu, og þekki til þar sem þetta hefur virkilega valdið sálarkvölum, þó um líf og dauða væri að tefla í því tilfelli. Hér er auðvelt að fá pillu sem þú tekur daginn eftir ef þú hefur grun um að geta verið ófrísk, skil ekki að þetta sé meira vandamál hér en heima. Fanst ég alltaf vera að heyra um eihverjar fóstureyðingar heima, en ekki hér
Sigrún Friðriksdóttir, 13.1.2007 kl. 22:40
Ég þekki einmitt konu sem hefur farið fjórum sinnum í fóstureyðingu en hún tekur því ekki létt. Er virkilega miður sín því hún hefði kosið að eiga börnin ef aðstæður hennar hefðu verið aðrar en þær voru á þeim tíma.
Mér finnst það sorglegt ef konur taka þessu eins og að drekka vatn, finnst það jaðra við annað hvort heimsku eða siðblindu. Ég trúi því bara ekki að nokkur kona geti farið létt í gegnum fóstureyðingu.
Ester Júlía, 14.1.2007 kl. 13:36
Hvers vegna ættu þær að vera miður sín? Þær sem taka þessu of þungt eru einfaldlega of innprentaðar af viðmiðum þeirra sem í kringum þær eru, sem og samfélagsins. Í raun er þetta ekkert annað en hver önnur aðgerð.
Davíð Oddsson (IP-tala skráð) 14.1.2007 kl. 18:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.