Leita í fréttum mbl.is

Ævintýraleg uppákoma.

Í ýmsu hef ég nú lent en það sem gerðist núna í vikunni toppar það flest. Einn af þessum köldu vetrarmorgnum ætluðum við hjónina að fara í bilinn og aka af stað til vinnu en okkur tókst ekki að opna bílinn. Greinilegt var að lásinn var frosinn og reyndum við allt án árangurs. 

Við enduðum með því að fá viðbótarhjálp frá nágranna okkar (lásasprey) en þá tók nú ekki betra við. Jújú nú var hægt að hreyfa lykilinn smá og svo allt í einu senrist hann bara lettilega en eiginlega of mikið, því að hann snerist hring eftir hring. Að lokum dró ég sýlindirinn út fastann á lyklinum! Þá vissi ég að báðir sýlindrarnir voru ónýtir þ.e.a.s. bæði farþegamegin og bílstjóramegin.

Næst var hringt á verkstæðið en við þurftum að koma bílnum til þeirra svo að þeir gætu gert eitthvað fyrir okkur.Það var því ekki um annað að ræða en að hringja á neyðarþjónustuna og fá sérfræðing til að opna bílinn fyrir okkur.

Hann barðist við bílinn með alls konar græjum sem notaðar eru til þess að þvinga upp rifu á hurðarnar (hann reyndi við þrjár) en allt kom fyrir ekki. Engin leið var að toga hnappana upp. Hann var hjá mér á annan klukkutíma en ekkert gekk. Þa´þurfti hann að fara og sagðist koma aftur næsta dag.

Ég vissi nú ekki upp á hár hvenær hann kæmi en kom syni mínum inn í málið þar sem ég þurfti að bregða mér frá. Þegar ég kem heim sé ég að hann er búinn að setja bílínn í gang og gleðst verulega yfir þeim áfanga. Ég geng svo til hans tilbúin að hrósa honum þegar ég sé að billinn er enn harðlæstur!

Ég varð ekkert smá hissa hvernig í ósköpunum fór hann að þessu? Hann sagði mér að þetta væri nú bara gert í neyð en málið var að ekki er hægt að pikka hnappana upp nema að bíllinn sé í gangi. Nú gekk bíllinn fínt en ekki var enn hægt að opna hurðarnar.

Bíllinn drepur síðan á sér og þá áttaði ég mig á því að maðurinn hafði á einhvern hátt getað farið með lyklana inn um rifu á hurðinni , komið þeim í svissinn, húkkað bílinn úr gír sem hann sagði mér að hafi verið erfiðasta raunin, startað honum og gefið inn bensín.

Ég hef aldrei séð annað eins ekki einu sinni í hörðusut glæpamyndum hahaha

Á endanum opnaði hann bílinn sem nú er kominn á verkstæði. áður en ég kvaddi hann spurði ég hann að því hvort hann hafi einhverntímann þurft að láta í minni pokann fyrir læstri hurð og hann svaraði mér því til að það hafi einu sinni gerst en hurðirnar á þeim bíl voru fullar af klaka og ekkert hægt að gera nema að brjóta rúðu eða bíða eftir þíðu!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur fannberg

geta verið erfiðar þessar raunir....

Ólafur fannberg, 12.1.2007 kl. 18:31

2 Smámynd: Pálína Erna Ásgeirsdóttir

Mér fannst hann svo mikill snillingur þessi strákur að raunir mínar eyddus. Éég er auðvitað stórskrítin en þessu hefði ég ekki viljað missa af og ef ég hefði séð þetta í bí´ómynd þá hefði ég ekki trúað því að þetta væri yfirleitt hægt.

Pálína Erna Ásgeirsdóttir, 12.1.2007 kl. 18:38

3 Smámynd: Óttarr Makuch

Segðu svo að þú sért ekki reynslunni ríkari  get ekki annað en farið að brosa yfir þessu öllu, enda mikil lífreynsla, svo ekki sé nú meira sagt

Óttarr Makuch, 12.1.2007 kl. 22:54

4 Smámynd: Sigrún Friðriksdóttir

Þetta hlítur að hafa verið svolítið spúkí hahahah. Harðlæstur bíll í gangi og ekkert hægt að gera 'Eg er viss um að þú manst eftir þessu lengi!!

Knús Sigrún 

Sigrún Friðriksdóttir, 12.1.2007 kl. 23:37

5 Smámynd: Jórunn Sigurbergsdóttir

Pálína mín einu sinnu vorum við hjónin stopuð við Þingvelli og Pálmi beðinn um að opna bíl. Þetta var um hásumar en maðurinn hafði læst sig úti . Hann heimði að við hjálpuðum. Pálmi reyndi en ekkert gekk. Það varð úr að vír var settur í rúðunna af beiðni mannsins og rúðnan brotanði. Ég ætla ekki að segja þér hve ílla okkur leið en Pálmi gerði það sem um var beðið. Þetta var um sumar en ég hef upplifað það að heitii plastpokar fullir af vatni hafa veið settir á læsingar bíla og fleira.  Mundi þetta allt þegar ég las þetta. Þeta er aldrei neitt gaman fyrr en eftir á. Bestu kveðjur Pálína mín. 

Jórunn Sigurbergsdóttir , 13.1.2007 kl. 00:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Pálína Erna Ásgeirsdóttir
Pálína Erna Ásgeirsdóttir

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband