Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, júní 2006

En hvað þá með samkynhneigðar konur?

Það er ljóst að það er fylgni á milli sammæðra karlmanna og samkynhneigðar þess sem á eldri bræður. Einnig að það sé líffræðileg skýring þar sem að ættleiddir bræður sýna ekki slíka fylgni. Eitthvað er að gerast í hormónum eða boðefnum í líkama móðurinnar sem gæti varpað ljósi á þetta en að það sé móðurminni og að móðurlíkaminn skynji karlfóstur sem framandi, en hvað þá með samkynhneigðar konur?

Þetta vekur upp fullt af spurningum sem er auðvitað hið besta mál. Niðurstöðurnar eru áhugaverðar þó að orsökin sé ekki vituð. Að finna tengsl á milli einhverra þátta eykur væntanlega áhuga fleiri vísindamanna á frekari rannsóknum. 

Ég get vel trúað því að boðefna og hormónastarf í líkama móður hafi áhrif á þroska fósturs. Að móðir sé ekki haldin kvíða eða kvalin af alls konar verkjum á meðgöngu sé þáttur sem mikilvægt sé að einbeita sér að.

 


mbl.is Aðstæður í móðurkviði geta gert karlmenn samkynhneigða skv. nýrri rannsókn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eins gott að hann var ekki rekinn!

Mér brá nú bara þegar ég las fréttina um Johnny Depp "næstum því rekinn....Caribbean" Myndin hefði bara ekki verið sú sama. Ég á alla vegana erfitt með að sjá annan leikara fara í skóna hans. En svona er þetta nú yfirleitt, fyrsti söngvarinn sem söng uppáhaldslagið þitt tekur það best, eftirlíkingar verða alltaf eftirlíkingar. Ég hef hins vegar tekið eftir því hjá mér að t.d. sönglög sem ég var ekki hrifin af í frumflutningi urðu stundum frábær í endurútgáfu einhverra annarra. 

Mér fannst fyrri myndin skemmtileg og Johnny Depp heillaði mig sem leikari í hanni. Ég bíð því spennt eftir þeirri síðari, þakklát fyrir að hann fékk að halda hlutverkinu hjúkk....  


mbl.is Depp var næstum því rekinn úr Pirates of the Caribbean
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað ætli þeir hafi í huga?

Vísindamennirnir vonast til þess að tölva sem getur lesið úr svipbrigðum tilfinningar okkar muni nýtast við auglýsingagerð. Hvað ætli sé átt við? Er ef til vill verið að tala um að auðveldar sé að stjórna neysluhegðun þinni ef hægt er að lesa tilfinningar þínar úr svipbrigðum þínum og nýta sér það?

Því miður þá er fréttin allt of grunn til að hægt sé að átta sig á því hvað liggur þarna á bak við. Það eina sem hún í raun segir er að verið sé að hann tölvu sem getur lesið úr svipbrigðum þínum tilfinningar þínar.

Þetta vekur upp ýmsar spurningar. Ég er ekki mikið fyrir auglýsignabæklinga sem streyma inn um blaðalúguna hvort sem ég bið um það eða ekki, né heldur símhringingar hinna ýmsu sölumanna alls konar vöru og þjónustu.

Við lifum í neyslu samfélagi sem er sjáflsagt ein af ástæðunum fyrir þeirri stöðugu mötun sem á sér stað í lífi okkar. Vandinn fyrir manninn er sá að hann er félagsvera, en það er síðan kostur auglýsenda sem hafa það markmið að selja eitthvað.  Eina vörnin verður þá ef til vill sterk skynsemi, þykkur framheilabörkur ;) og minnkun tilfinninga. En þetta eru auðvitað bara morgungetgátur þar sem að ég er að leika mér með frétt sem gefur f litlar upplýsingar. Ef til vill gæti ég fundið eitthvað um þetta á netinu en nú hefði verið "næs" að hafa heimild til að leita sé frekari upplýsinga;)


mbl.is Tölva sem les svipbrigði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Prófatörnin

Það fór nú svo að ég þurfti að spreyta mig á öllum 20 einingunum þar sem að ég gleymdi að skrá mig úr einhverjum áfanganum ;) Ég hef alltaf virkað betur undir álagi og nú fóru hjólin að snúast hjá mér. Ég var nú samt ekkert sélega góð með mig eða þannig fannst ég þurfa meiri tíma eins og sjálfsagt allir aðrir stúdentar sem eru að undirbúa sig fyrir próf.

Á undanförnum árum hafði ég þó áttað mig á nokkrum grundvallar atriðum sem skiluðu mér besta mögulega árangri miðað við ástundunina sem ég hafði lagt í hvert fag. Ég fylgi þeim reglum sem ég hef sett mér.  

  1. Góður nætursvefn daginn fyrir próf
  2. Enginn lestur 2 klukkutíma fyrir próf
  3. Slökunartækni og stöðug mötun á því að ég kunni það sem ég kunni og það sé það sem ég ætla að skila af mér á prófinu fái ég tækifæri til þess.
  4. Þegar 1 klukkutími er í prófið og óöryggi skýst upp í kollinn á mér þá stýri ég meðvitað hugsuninni á próf liðinna ára sem mér gekk vel í. Ég rifja upp augnablikið þegar ég fékk góðar einkunnir.

Í prófatíðinni í vor notaði ég þetta eins og áður og fann ekki fyrir miklu stressi. Mér finnst  bæði gott og gaman að spjalla við samnemendur mína og mæti því snemma. Aðalatriðið er að hvíla heilann áður en til próflausnar kemur. Í vor voru miklar framkvæmdir á Háskólalóðinni og því fóru flest próf í sálfræðiskor fram í Eirbergi (við Landsspítala Háskólasjúkrahús). Ég þekkti ekki þetta hús og vissi heldur ekki hvernig væri að fá stæði þannig að ég fór bara fyrr af stað svo að ekkert stress færi í gang út af slíkum aukaatriðum.

Ég þreytti öll prófin og beið svo spennt eftir niðurstöðunum. Ég hef verið nokkuð nösk á að átta mig á því hverngi mér hefur gengið en þó er eitt og eitt fag sem erfitt er að greina. Tölfræðin var þetta fag í vor. Mér fannst þetta hafa verið í lagi en samt var ég ekki örugg. Ég vissi sitt af hverju um þær spurningar sem lagðar voru fyrir nemendur en hvort ég væri að svar því sem kennarinn var að fiska eftir vissi ég ekki.

Það var því svolítið skondið að þegar niðurstað kom og ég hafði náð prófinu þrátt fyrir að vera bara með 5,5 þá leið mér eins og ég hefði unnið milljón. Það fyndnasta við þetta var að þetta var lélegasti árangurinn. Sem betur fer bara 3 eininga kúrs. Ég þarf auðvitað að bæta mig í tölfræði III í haust þar sem að mig vantar tæplega helminginn af þeirri þekkingu sem kennarinn var að fiska eftir í prófinu í vor. En ég lauk sem sagt öllum 20 einingunum og er ánægð og glöð með þann árangur.

Þetta er spennandi keppni við sjálfan sig og vegna meðaltalið sem endar með að verða loka BA einkunn mín. Nú hefst alvöru keppni við að ná 1 einkunn + . Það verður því nóg að gera á næstu önnum ;) 

Fyrirhyggjan er alls ráðandi og er ég búin að semja við snjalla eiginmann minn um að vera einkakennari hjá mér alla laugardagsmorgna í vetur. Hann samþykkti það brosandi svo framarlega sem ég væri til í að vera sveigjanleg ef að hann þyrfti að vinna á laugardagsmorgni og færa þá kennsluna yfir á sunnudagsmorgun. Ég hef því í baráttuhug mínum ákveðið að leggja eigingirni minni og sýna samvinnu og auðmykt ef og þegar sú staða kemur upp ;) 


Take a brake!

Margir hafa velt því fyrir sér hvort að minnisfesting með flutningi upplýsinga úr dreka yfir á hin ýmsu svæði heilans eigi sér stað í svefni. Ekkert er vitað um það fyrir víst en nú hafa vísindamenn komist að því að einhvers konar endurspilun eigi sér stað í heila rottna sem hafa farið í gegnum völundarhús og þegar þær tóku sér pásu, fengu sér að borða eða snyrtu sig þá lýstust upp sömu taugafrumtengingar en reyndar aftur á bak og höfðu lýst upp þegar þær fóru í gegnum völundarhúsið. 

Þetta vekur upp spurningar um hvort að ekki sé verið að fórna dýrmætum tælifærum til minnisfestinga þegar pásum er fækkað í skólum og á vinnustöðum? Ég man eftir að hafa lesið fyrir mörgum árum síðan um það að best sé að læra í 20 mínútur og taka sér svo pásu og læra svo aftur í 20 mínútur og svo koll af kolli. Ef til vill tengist það þessari endurspilun og líklegum flutningi upplýsinga úr dreka yfir í heilabörk. Ef þú hefur áhuga á að lesa greinina m mikilvægi pásunnar þá er hún  hér


Þörfin til að stjórna umhverfi þínu og öllu sem í því er ;)

Ja mér svona datt það í hug að þessi mynd væri að uppfylla þá þörf
mannsins hahahahaha. Sólin ekki lengur miðjan heldur einstaklingurinn
með fjarstýringuna góðu....hum?  Ég hlakka til að sjá hana, alltaf
gaman að svona gríni. 
mbl.is Adam Sandler á toppnum í Bandaríkjunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eru trúmál í USA þrándur í götu Bandarískra vísindamanna?

Ekki kæmi það mér á óvart. Trúleysingar eiga erfitt uppdráttar í USA. Hvern eiga þeir að kjósa? Allt er litað af trúarbrögðum. Ég gat ekki gert mér það í hugarlund en eftir samtöl mín við Bandaríkjamenn á rástefnu trúleysingja þá gerði ég mér grein fyrir því hve frjáls við erum á Íslandi. 

Íslendingar teljast trúþjóð en samt verma þeir ekki oft kirkjubekkina. Ég tel að hafi Íslendingar næga fjármuni til rannsóknarverkefna þá sé vísindamönnum ekkert til fyrirstöðu til að vinna rannsóknir sínar, en viðmót til þróunarkenningarinnar í USA er illskiljanlegt. Ég er því ekki hissa á að Bandarískir vísindamenn velji að starfa annars staðar í heiminum en í sínu heimalandi.


Sálfræðingar og trúmál

Ég er enn að ná áttum eftir helgina. Þetta var athyglisvert fyrir okkur hjónin þar sem við erum eins og flestir Íslendingar kristinnar trúar. Ég er þó þeirrar skoðunar að skynsamlegt sé að kynna sér sjónarhorn annarra og ekki síst þeirra sem ekki eru sömu skoðunar. Í fyrra fórum við til Zen Búddista á Íslandi og var það líka einkar forvitnilegt. 

Í gærkvöldi leitaði ég að upplýsingum um Carl Sagan en margir á ráðstefnunni nefndu hann sem mikinn áhrifaþátt í lífi sínu. Ég las um hann á Wikipediu og þar fann ég lista yfir þekkta humanista. Carl Rogers og Maslow voru þar á meðal. Þetta vakti enn frekar áhuga minn á því að þekkja bakgrunn þeirra sem ég er t.d. að lesa bækur eftir. 

Það er auðveldara að skilja kenningar og pælingar þessara höfunda þegar þú þekkir skoðanir þeirra og uppruna (starf foreldra, áhugmál, starf maka o.þ.h.) Þú ert það sem þú hugsar segja sumir. Þú hugsar út frá því sem að þú lærir. Það kom líka fram á ráðstefnunni að þekking væri grundvöllurinn. Ég furða mig mest á sterkum ítökum bókstafstrúar hjá vísindamenntuðu fólki þar sem ekki eru neinar sannanir fyrir því sem í Biblíunni stendur.

Mótun trúarlegra skoðana er því mjög sterk og eitthvað sem ég hef ekki enn ;) þroska til að skilja. Hitt er svo annað mál að nú langar mig til þess að kynna mér trúarlegan bakgrunn þekktra sálfræðinga sérstaklega þeirra sem að hafa búið til kerfi (meðferð) til hjálpar þeim sem þess þurfa.

Já það alltaf gaman að taka áskorun og það var þessi helgi. Þetta minnti mig á margzn hátt á pólitískan fund rétt fyrir kosningar.Talsvert var talað um ýmis trúarbrögð og ljósi varpað á þætti sem ekki eru jákvæðir. Minna var talað um hinar jákvæðu hliðar þessara trúarbragða en þó aðeins. Fyrir þann sem stóð fyrr utan þau félög sem að ráðstefnunni standa þá fengust ekki miklar upplýsingar um það út á hvað trúleysi gengur, en það kom hins vegar í ljós út á hvað það gengur ekki. Þetta minnti mig á pólitísku fundina þegar flokkur talar um neikvæða þætti hinna flokkanna en talar ekki um eigin kosti. það sem var áhugaverðast við þetta var þða að trúleysingjar eru  andstæða við nokkuð sameiginlegan kjarna flestra eða jafnvel allra trúarbragðanna. Nú er ég að tjá mig hér út frá því sem við mér blasti á ráðstefnunni. Trúleysi telst ekki til trúarbragða þó að mér finnist að svo eigi að vera. Ég fæ ekki betur séð en að trú sé m.a. lífsskoðun. Þegar ég var í trúarbragðasögu þá minnist ég þess ekki að þar hafi verið fjallað um trúleysi enda var bara fjallað um stærstu trúarbrögðin. Trúleysi er hins vegar partur af sögu trúarbragða og til þess að heildstæð mynd fáist þá þyrfti að draga saman upplýsingar um menningu, menntunarstig og aldur trúarbragðanna. Ég hefði verið svo mikið til í að dýfa mér ofan í þetta efni en hef ekki tíma til þess að gera það almennilega.

Þátttakendur á þessari alþjóðlegu ráðstefnu trúleysingja voru frá ýmsum löndum, þó fannst mér Bandaríkjamenn áberandi. Það var áhugavert að spjalla við fólkið, viðmót opið og þægilegt. Ég sit hér eftir með fullt af nýjum spurningum um hegðunarmótun mannsins, valdbeitingu foreldra á líf barna sinna, þörf mannsins til þess að skilja uppruna sinn og tilgang lífsins eða tilgangsleysi ;) gagnkvæmri virðingu manna og hópa fyrir skoðanafrelsi og trúfrelsi ( sem er ef til vill líka skoðun). Já ég hef úr nægu að moða næstu mánuði eða jafnvel ár. Ég vona nú að ég gefi mér samt tíma til þess að setja eitthvað af pælingum mínum hér niður það er svona nokkurs konar glósur á leið minni í gegnum hegðunarmunstursskóg manneskjunnar. 


Fyrirmynd Richard Dawkin´s?

Ég var á ráðstefnu trúleysingja (Atheiists) á Kaffi Reykjavík um helgina. Richard Dawkin líffræðingur frá Oxford Háskóla hélt ástamt fleirum fyrirlestur þar. Þar var einnig sýnt myndband, þar sem hann er að skoða hinar ýmsu hliðar trúarbragða í heiminum og er víða komið við. Gaman hefði nú verið ef að sá þáttur væri sýndur í íslensku sjópnvarpi á einhverri stöðinni. Mér varð oft hugsað til David Attenborough, fannst Dewkin oft líkur honum. Ég hafði orð á því við nokkra ráðstefnugesti í hléum og voru menn og konur sammála mér um það að hann hlyti að vera honum mikil fyrirmynd.

Þátturinn sem sýndur var "Root of all Evil" var vandaður og áhugaverður að mínu mati fyrir alla sem láta sig þá hegðun mannsins varða sem lýtur að trú. Hvort sem að þú ert sammála honum eða ekki þá er þátturinn hans góður. Hann var sýndur  í opnu sjóvarpi bæði í Danmörku og Svíþjóð en samkvæmt því sem Dewkins svaraði mér þá átti hann ekki von á að þetta yrði nokkur tíman sýnt í Bandaríkjunum.


mbl.is David Attenborough heiðursdoktor við HÍ
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fyrirlestrarhelgi lokið Jón Baldvin Hannibalsson kom mér á óvart

þá er "International Conference og Atheis" lokið. Ég mætti þarna ásamt eiginmanni mínum til þess að víkka sjónarhorn mitt. Ég er ekki félagi í neinu þeirra félaga sem standa að þessu, en heimsspekikennari minn í vor sendi mér email um þessa ráðstefnu.

það var gaman að hitta Brannon Braga einn af höfundum Startrek (150 þátta) og Threshold. Hann var áhugaverður bæði á "fan" fundi hjá Gísla í "Nexus" sem m.a. styrki komu hans hingað og líka á ráðstefnunni í dag. Ég var nú ekki sérlegur Startrek áhangandi en þótti sumir þættirnir áhugaverðir.

Ég vissi hins vegar ekki að trúmál og Guð mættu alls ekki koma fram í þessum þáttum. Ég hugsa að ég eigi eftir að horfa á einhverja þætti aftur út frá þessu nýja sjónarhorni.

Jón Baldvin Hannibalsson var með opnunarræðu sem var afar skemmtileg. Hann kom mér virkilega á óvart. Ræðan hans var hnittin og áhugaverð. Ég hef nú ekki verið sérlegur aðdáandi hans en hann sýndi mér nýja hlið á sér á ráðstefnu Atheiista. hann minnti mig á pabba sinn sem ég var mjög hrifin af í kringum 1972 :) en þá var ég ung og ör í hugsun.

Jón Baldvin kom mér vel fyrir sjónir. Ég hafði hann fyrir sessunaut í hádegismatnum og var hann einstaklega þægilegur, sannkallaður "Gentlemaður" gaman að spjalla við hann. Mér skildist að hann væi að mæta hjá NFS í fyrramálið klukkan 7:15 í beina útsendingu.

Þetta var annars hin besta ráðstefna tilvalin til þess að auka víðsýni og ekkert nema gaman að kynnast sjópnarhorni trúleysingja af ýmsum toga víðsvegar að úr heiminum... 

 

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Pálína Erna Ásgeirsdóttir
Pálína Erna Ásgeirsdóttir

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 31
  • Frá upphafi: 71571

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 31
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband