Leita í fréttum mbl.is

Fyrirmynd Richard Dawkin´s?

Ég var á ráðstefnu trúleysingja (Atheiists) á Kaffi Reykjavík um helgina. Richard Dawkin líffræðingur frá Oxford Háskóla hélt ástamt fleirum fyrirlestur þar. Þar var einnig sýnt myndband, þar sem hann er að skoða hinar ýmsu hliðar trúarbragða í heiminum og er víða komið við. Gaman hefði nú verið ef að sá þáttur væri sýndur í íslensku sjópnvarpi á einhverri stöðinni. Mér varð oft hugsað til David Attenborough, fannst Dewkin oft líkur honum. Ég hafði orð á því við nokkra ráðstefnugesti í hléum og voru menn og konur sammála mér um það að hann hlyti að vera honum mikil fyrirmynd.

Þátturinn sem sýndur var "Root of all Evil" var vandaður og áhugaverður að mínu mati fyrir alla sem láta sig þá hegðun mannsins varða sem lýtur að trú. Hvort sem að þú ert sammála honum eða ekki þá er þátturinn hans góður. Hann var sýndur  í opnu sjóvarpi bæði í Danmörku og Svíþjóð en samkvæmt því sem Dewkins svaraði mér þá átti hann ekki von á að þetta yrði nokkur tíman sýnt í Bandaríkjunum.


mbl.is David Attenborough heiðursdoktor við HÍ
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óli Jón

Ég hvet alla til að kíkja á umræddan þátt; hann er fræðandi og góður þótt mér þyki Dawkins stundum heldur heitur í trúleysisboði sínu þegar hann ræðir við hina ýmsu trúarleiðtoga. Líklega má þó telja það afleiðingu áralangrar glímu við tréhestana sem aðhyllast það sem Dawkins sjálfur kallar 'a process of non-thinking called faith'.

Það er illt ef rétt reynist að þátturinn verði ekki sýndur í Bandaríkjunum, en sýnir um leið að margir forvígismenn skipulagðra trúarbragða telja fylgjendur sína ekki fastari fyrir en þetta.

Óli Jón, 26.6.2006 kl. 13:39

2 Smámynd: Pálína Erna Ásgeirsdóttir

Takk fyrir innleggið Ólafur Jón. Bandaríkjamennirnir sem ég talaði við um sýningu þessa þáttar í USA töldu það fráleitt að þátturinn yrði sýndur þar, jafnvel á frétta og fræðslutengdum stöðvum. Mér finnst það sorglegt því að þátturinn vekur mann verulega til umhugsunar og ég held að það sé alls staðar þörf á því.

Pálína Erna Ásgeirsdóttir, 26.6.2006 kl. 13:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Pálína Erna Ásgeirsdóttir
Pálína Erna Ásgeirsdóttir

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband