Leita í fréttum mbl.is

Þegar hinn eini sanni brotnaði ..........

Í dag fylltist ég af hugmyndum um meira pláss. Ég var nákvæmlega stödd í eldhúsinu þegar augun námu staðar við forláta könnu sem ég hef bara ekkert að gera með...hum???? Því næst staðnæmdist ég við einhverjar forláta desertskálar sem reyndar eru voða sætar en ég nota þær bara aldrei.

Ég fór að gæla við það hve mikið pláss myndi skapast við það að taka allt úr hillunum og skápunum sem ég nota ekki og vááááá. það runnu á mig tvær grímur. Ég sem hélt að ég lifði svo flóknu lífi, konan með flókna smekkinn en NEI aldeilis ekki ég er með þann einfaldasta smekk sem fyrir finnst. Það var nú kominn tími á að átta sig á því að þegar ég finn eitthvað sem mér líkar við þá þarf ég ekki fleiri eintök af samskonar stöffi..... ég á til dæmis bara einn fínan mannInLove

Það lá reyndar við miklum harmi hér í haust þegar eini sanni kaffibollinn minn brotnaði. Það var þessi guli með broskallinum og öllum litlu rauðu hjörtunum. Æ æ hann var svo sætur og það var svo himneskt að drekka úr honum eðalkaffið mitt.

En ég lifði þetta nú af. Fyrst var nú farið á stjá til þess að athuga hvort ekki mætti kaupa annan í staðinn en nei þeir voru ekki lengur til. Ég komst nú ótrúlega fljótt upp á lag með að drekka kaffið mitt úr örðrum bolla sem er nú hinn eini sanni kaffi-utanumhaldari. 

Nú stefni ég á einfaldara líf sem hæfir einföldum smekk mínum, veljandi bara það besta (stolið úr gamalli auglýsingu frá Sævari Karli) og nýt þess vonandi að slá um mig í öllu plássinu sem mun myndast.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Birgitta

Ég gerði rosa tiltekt þegar ég reif niður jólaskrautið. Henti fullt af einhverju "stöffi" sem var hér útum allt og það var þvílíkur léttir! Miklu bjartara yfir öllu. Mæli með því að maður afstöffi sig í byrjun árs .
B

Birgitta, 4.1.2007 kl. 08:44

2 identicon

Svona er þetta alltaf hjá mér eftir jólin, vantar meira pláss, en þó aðalega háir mig plássleysi í gömlu fötunum mínum....
Annars er ég ánægður með að heyra að þú sættir þig við bara einn mann
Berti er einn fínn maður á heimili en tveir á vergangi,,

Kjartan Pálmason (IP-tala skráð) 4.1.2007 kl. 10:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Pálína Erna Ásgeirsdóttir
Pálína Erna Ásgeirsdóttir

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 12
  • Frá upphafi: 71549

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 12
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband