Leita í fréttum mbl.is

Hvað var málið?

Ég var að hlusta á upptöku sem var tekin upp í boði þar sem 20 manns voru samankomnir. Hver virtist tala upp í annan og það var verulega erfitt og þreytandi að hlusta á þetta. Ég var á staðnum og tók sannarlega ekki eftir þessum graut á meðan ég var þar. 

Hvað var málið? 

Þetta gerðist fyrir nokkru síðan en í gær var ég að lesa Scientific American Mind :) og þar var einmitt grein um það hvernig við einbeitum okkur að einhverju ákveðnu og horfum eða hlustum framhjá öllu hinu. Þetta á við til dæmis á samkomum þar sem margir eru að tala í einu. Okkur tekst að einbeta okkur svo vel að við eigum ekki í nokkrum vandræðum með að heyra hvað viðkomandi er að segja.

Hins vegar ef að þú værir með upptökutæki þá er ekki hægt að stilla það (svo ég viti ;)) inn á eina manneskju heldur tekur það upp í jafnmiklum styrk raddir allra sem næstir eru. Auðvitað ætti maður ekki að vera hissa á þessu en mér fannst þetta samt svo fyndið.

Ég hef oft lent í þessu og er ágætlega æfð (með öll börnin mín) í því að einbeita mér að einhverju ákveðnu og frá einhverju öðru.  Það er einhvernvegin þannig að mér eins og mörgum öðrum finnst þetta bara svo sjálfsagt og erum ekkert að spá í það hvað manneskjan er mikið undur!!!!

Nú ligni ég aftur augunum, hversu stórkestlegt er að vera HUMAN (ég þekki auðvitað ekkert annað ;))


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Pálína Erna Ásgeirsdóttir
Pálína Erna Ásgeirsdóttir

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (9.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 14
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 14
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband