Leita í fréttum mbl.is

Hraðlestrarskólinn

Þá er fyrsta kvöldi námskeiðsins lokið. Ég var dauðþreytt þegar ég kom heim. Við byrjuðum á því að taka stöðupróf í hraða og skilningi á efni. Niðurstaðan verður síðan notuð til þess að mæla námsárangurinn í lok námsskeiðs ;)

Farið var í ýmis grunnatriði m. a. atriði tengd mind mapping Tony Buzan´s nánar um það hér

Mér fannst nú sniðugt að heyra það þarna að Hraðlestrarskólinn er orðinn 27 ára. Málið er að þegar ég bjó á Vopnafirði, (1977-1993) þá sá ég svona námskeið  auglýst í Reykjavík og langaði mikið til þess að taka þátt. Það birtist líka viðtal við þann sem þá var að vinna þar og þar voru gefnir nokkrir punktar sem ég byrjaði strax að nota mér.

Bók Tony Buzans kom út á íslensku á meðan ég bjó fyrir austan (man ekki hvaða ár) en hún heitir "Notaðu höfðuðið betur" mig minnir að hún heiti Use Your Mind á enskunni. Þetta er skemmtileg bók og mæli ég hiklaust með henni. 

Ég hafði því nokkuð forskot sem betur fer því að ég fæddist ekki í gær og vaninn getur verið erfiður að eiga við. Þrátt fyrir að hafa ekki áhuga á skáldsögum þá hef ég lesið mikið um ævina. Ég er líka glöð yfir að hafa lesið talsvert á ensku og dönsku því að hraðlestur byggist mikið á því að þú hafir lesið talsvert og þekkir orðin um leið og þú sérð þau.

Það er fyndið að takast á við það að bera orðin ekki fram í huganum. Okkur er svo tamt að gera það. Þrátt fyrir að ég hafi udnanfarin ár í skólanum notað mér þá hraðlestrarpunkta sem ég hafði þá lendi ég enn í því að bera orðin fram af og til, en það gerist helst ef ég þekki þau ekki vel.

Ég var orðin þreytt og dofin í vísifingri hægri handar og eins gott að teknar voru smá pásur. Það er algjört skilyrði að renna fingrinum undrir línuna til þess að stýra augunum yfir orðin. Ekki væri ég hissa þó að sumir nemendurnir hafi verið orðnir þreyttir í augunum, af því að renna þeim svona hratt frá vinstri til hægri og svo aftur og aftur.

Þú berð ekki orðin fram en þú þarft að sjá það. Ég er búin að venja mig á þetta og hef gert þetta í nokkur ár. Ég á hins vegar eftir að þjálfa hraðann að renna fingri, blýanti yfir síðuna og auka hraðann í að fletta ;)

Þegar lesið er svona hratt þá verða flettingar jafnvel hindrun hahahahaha Eins og á öðrum námskeiðum þá er eitt og annað sem mætti sleppa eins og úreltum upplýsingum um starfsemi heilahvelann. Ég átti pínulítið erfitt með að sitja og vera stillt þegar kennarinn var að fjalla um eðli hugans ofl sem tengist því. Þær upplýsingar voru alla vegana ekki í samræmi við það sem ég var að læra í vor. Ég á nú eftir að gauka því að kennaranum, en þetta var svo sem aukaatriði og upplýsingarnar höfðu lítið gildi til eða frá í tengslum við námsárangur þessa námsskeiðs.

Ég var staðráðin í því að fá eins mikið út úr námskeiðinu og hægt væri þannig að ég leiddi þetta bara hjá mér. Það er hins vegar æviábyrgð á náminu og ég get farið eins oft og ég vil á upprifjunarnámskeið. Kennarinn sagði að það væri alltaf verið að uppfæra námsefnið þannig að ég reikna með að ég bendi honum og góðar bækur til að hraðlesa um það nýjasta sem vitað er um starfsemi heilahvelanna og fleira í þeim dúr.

Ég er búin að setja mér markmið fyrir vikuna að komast í 1000 orð á mínútu lesið með skilningi og hananú!!! Í gær var ég að lesa um 700 til mest 956 orð á mínútu. Ég ætla að vera raunsæ og líta á stóru töluna sem einstakt tilfelli ;)  Það er eðlilegt að auka hraðann um 25-30% fyrstu vikuna.

En sem sagt þetta er spennandi og hlakka ég til að fá fleiri punkta sem tengjast þyngri lestri en skáldsögum. En nú bíður "Flekkóttur svertingi og hvítt skítapakk" á borðinu hjá mér eftir að ég vinni heimavinnuna mína sem er lágmark 1 klukkustund á dag. Þrjátíu mínútur fyrir hádegi og þrjátíu mínútum seinni partinn.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Gangi þér vel með þetta. Ég hlakka til þegar ég get lesið rússneskuna með þessum hætti. En ég held bara stundum beri ég fram hvert orð 3svar sinnum!! (í huganum)

Magga (IP-tala skráð) 5.7.2006 kl. 16:12

2 Smámynd: Pálína Erna Ásgeirsdóttir

hahahaha einmitt ég kannast svo sem við þetta og er þó bara að tala um íslenskuna ;)

Pálína Erna Ásgeirsdóttir, 5.7.2006 kl. 17:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Pálína Erna Ásgeirsdóttir
Pálína Erna Ásgeirsdóttir

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 30
  • Frá upphafi: 71570

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 30
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband