Leita í fréttum mbl.is

Ætli honum hafi líkað maturinn?

Bangsi gæti alveg komið aftur í heimsókn ef honum hefur þótt haframjölið gott. Þar sem hann skemmdi ekkert nema krúsina semmjölið var í þá var hann látinn óáreittur og kláraði hann bara að gæða sér á haframjölinu og labbaði sig síðan út í skóg.

Nokkrar dýrasögur rifjast upp. Þegar ég bjó fyrir austan þá lenti ég í því oftar en einu sinni að fá mús í hús. Ég er ekkert sérlega hrifin af músum eða rottum en verð þó að viðurkenna að þær hafa vaxið í áliti hjá mér eftir að hafa lesið um ýmsar þrautir sem þær leysa af hendi á rannsóknarstofum. Þær eru til dæmis lagnar við að rata í völundarhúsi með mörgum örmum og matarbita í enda hvers arms. Það kemur ekki oft fyrir að þær fari aftur og aftur á sama staðinn.

Ég var ekki par hrifin af því að hafa mýs í húsinu mínu og vildi helst að þeim væri lógað. Maðurinn minn fyrrverandi var hins vegar mikill dýravinur og veiddi þær í kassa og henti þeim svo aftur út. En viti menn þær komu bara aftur og aftur inn. Lengi vel vissum við ekki hvar þær komust inn af því þær voru á efri hæðinni.

Þá var sett upp gildra og náðist ein af þeim þannig. Þær voru tvær eða þrjár við vissum það aldrei. Síðan fannst inngönguleiðin en hún var í kjallaranum. Þær klifruðu síðan einhvern veginn upp niðurfallsrör úr eldhúsvaskinum og komust þannig í sökkulinn á eldhúsinnréttingunni. Hún var opin þar sem stóð til að setja uppþvottavél og þar klifruðu þær yfir og léku sér síðan á hæðini á meðan við sváfum. 

Ég skildi líka eftir smjörlíkisbita í eldhúsinu sem þær átu. Ég var bara að fullvissa mig um að þær varu nú farnar þegar búið var að henda þeim út en alltaf hurfu bitarnir. Þær höfðu lært að fara þessa leið og sjáflsagt hafa smjörlíkisbitarnir styrkt þá hegðun þeirra ;)

Ég man líka eftir geitungum sem komu oft inn þar sem ég var að vinna. Stundum kom það fyrir að þegar ég veiddi þá í glas og fór með þá út, einhver 10-15 skref frá hurðinni að þeir urðu á undan mér inn aftur. ég gat ekki annað en hlegið að þessu þrátt fyrr að tilhugsunin um að veiða sama geitunginn aftur og aftur í glas væri svolítið óþægil

Ég vona að bjössi komi ekki aftur í heimsókn í leit að haframjöli þar sem síðasta ferðin hans hefur væntanlga slegið á hugrið.  


mbl.is Svangur bangsi í heimsókn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Pálína Erna Ásgeirsdóttir
Pálína Erna Ásgeirsdóttir

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 14
  • Frá upphafi: 71601

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 14
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband