Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2006

Hver verður sendur heim í kvöld?

Skoðanakönnunin :) er uppi í dag, lokast klukkan 23:59. 

Mig grunar að fimm eftirfarandi lendi í botn 3 einhvern tímann á meðan kosning stóð yfir.

Zayra

Josh

Phil

Dana

Jill

Af þessum myndi ég setja Zayra, Josh og Phil á hinn endanlega botn.

Zayra verður send heim. Hún er bara ekki að meika það. Dana og Jill voru að standa sig betur en þær hafa gert áður en það er svo sem ekki víst að sú framför nái til kjósenda. Phil virðist eiga slatta af aðdáendum en mér finnst hann orðinn litlaus og fylgi Dönu hefur minnkað mikið.

Ef þú hefur skoðun endilega taktu þá þátt í könnuninni minni ;) 


STORMANDI lukka...

Það er kominn dagur enn á ný. Storm var svo stórkostleg í Rock Star Supernova að ég held ég hafi bara ekki sleppt henni í alla nótt. Þegar ég vaknaði þá er hún staurinn sem stendur upp úr ;)

Þetta var glæsilegt hjá henni. Hún kom mér á óvart þrátt fyrir að ég væri nú undir eitt og annað búið. Storm hefur sýnt að það er töggur í henni en hún var engu að síður nýja surpræsið í nótt.  Ég verð ekkert nema HISSA ef einhver annar verður valinn til þess að endurflytja lag sitt.

Hún tók lagið "Anything Anything" Dramarama-lag. Þetta var eitt af hressari lögunum en mér fannst róleg lög vera í stærra hlutfalli en áður. Ég ætla annars ekki að tjá mig of mikið um hana vegna þeirra sem ætla að horfa á þáttinn hitt get ég sagt að hún kom fleirum en mér á óvart. 


Ólíklegt að Magni lendi í botn þremur

Dilana brást ekki frekar en fyrri daginn. Hún var frábær og fékk líka frábæra dóma. Toby var líka flottur í sínum flutningi.

Storm toppaði allt sem hún hefur gert og finnst mér líklegt að hún verði fyrir valinu í að endurflytja lag sitt. Ryan var allt í lagi sýndi framfarir og sama má segja um Jill hún fékk samt ekki einhliða góða dóma hjá grúppunni.

Lúkas, Phil og Patrice voru eins og alltaf, vantar breytileika hjá þeim, Lúkas fékk allt í lagi dóma.

Zayra, Josh og Phil eru líklegust til að lenda í botn þremur. Jill og Dana voru greinilega að berjast fyrir sínu.

Magni söng vel, en þetta er samt sísta lagið hans því miður. Hann fékk slaka dóma og sérstaklega fyrir performancinn... meira seinna :) 

 


Glæsilegt hjá mbl.is að birta lagalistann

Ég hef verið að leita og leita og googla en ekki fundið lagalistann. Það er svo gaman að vita hvað lög á að taka og hver á að taka hvað. Jafnvel að rifja lögin upp áður en þau verða flutt í keppninni.

Nú reynir á Magna. Ég vona að honum takist að rokka Bowie lagið upp en ég hef annars ekki áhyggjur af flutningnum. Ég held að Magni hafi raddsvið til að ráða vel við lagið og ekki nóg með það heldur tekst honum svo vel að setja sálina í lagið ;) 

 

Lagalistinn í kvöld lítur svona út:

  1. Lukas - Bittersweet Synphony: The Verve
  2. Zayra - Call Me: Blondie
  3. Dana - About A Girl: Nirvana
  4. Patrice - Remedy: The Black Crows
  5. Toby - White Wedding: Billy Idol
  6. Magni - Heroes: David Bowie
  7. Ryan - I Alone: Live
  8. Jill - Brown Sugar: The Rolling Stones
  9. Phil - One Headlight: The Wallflowers
  10. Dilana - Time After Time: Cyndi Lauper
  11. Josh - No Rain: Blind Melon
  12. Storm - Anything Anything: Dramarama

mbl.is Magni sjötti í röðinni í nótt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggið hans Magna ofl..

Ég var að lesa bloggið hans Magna e.t.v. góð leið til þess að hvetja hann áfram hver veit. Hann hefur ekki skrifað síðan 18. júlí en fólk er að kommenta hjá honum. Á sömu síðu eru blogg hinna þátttakendanna. Ég skoðaði bloggið hjá Dilana og fannst gaman að lesa það, persónulegt með fróðleiksívafi ;) 

Hér er linkurinn 


Hahaha ekki hef ég nú trú á að ....

þetta virki. Uppblásin karlmaður í bílnum sem hægt er að hleypa loftinu úr þegar heim er komið!!!

En hver veit. Hann virðist kannski raunverulegur svona í myrkrinu? 


mbl.is Tryggingafyrirtæki býður konum uppblásinn ferðafélaga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ég vorkenndi Magna ekkert smá.....

Í dag eru allar pásur notaðar til þess að hita upp fyrir nóttina :) Ég fór inn á síðu Rock Star Supernova og í þetta sinn notaði ég Explorer vafrann því að Firefoxinn er ekki að virka í þessu hjá mér. en ég horfði á raunveruleikaþátt síðustu viku.

Dilana, Toby og Magni voru valin sem leiðtogar í smágrúppum. Þau urðu fyrir valinu vegna þess að þau áttu það sameiginlegt að hafa fengið að endurflytja lag sitt. Síðan þurftu þau að velja með sér í lið einn í einu þá sem eftir voru.

Dilana byrjaði síðan Toby og síðast Magni. Þegar kom að Magna þá var búið að velja Lukas og Phil. Ég var alveg hlessa að Magni skildi velja Josh en ekki Storm! Magni var alltaf síðastur í röðinni og það fór svo að hann var með með sér Josh, Jill og Dönu ( valinn í þessari röð)

Supernova afhenti þeim lag sem hóparnir áttu síðan að semja ljóð við. Þetta var ekki átakalaust og vorkenndi ég Magna ekkert smá, sérstaklega að takast á við Jill. Hún er erfið í samstarfi. Josh er nú svolítill sáttasemjari í sér og reddaði málunum.

Það var samt gaman að sjá Magna tjá sig og gera það sem hann gat til þess að halda utan um þetta og útkoman hjá þeim var rosa fín. Ég er ekki viss um að það hafi verið nákvæmlega það sem Supernova var að leita eftir en þeir sögðu samt að þau væru öll sigurvegarar.

Það var frábært að horfa á þetta og sjá hvernig keppendurnir tækluðu samstarfið og komust á endanum að einni niðurstöðu. þau þurftu hver hópur fyrir sig að flytja lagið saman. Ef þú hefur áhuga og ert í pásu :) þá hvet ég þig til að kíkja hingað og tékka á þessu. 


Svona flutti Bowie "Heroes" sem Magni mun spreyta sig á í nótt

Vá hvað ég hlakka til að heyra hann taka þetta lag.

Ég held að hann eigi eftir að gera þetta snilldarvel. Ég fann vidoeclip frá Bowie tónleikum ef fleiri en ég hafa áhuga á að rifja upp hvernig lagið hljómar áður en við horfum á Magna flytja það.

Kíktu þá hingað 

 


Textinn sem Magni syngur í nótt

Ég gleymdi alveg að setja inn textann við lagið Heroes sem Magni mun syngja í nótt þegar ég var að skrifa færsluna í morgun. Sennilega hef ég ekki verið alveg GLAÐVÖKNUÐ ;) 

Heroes
David Bowie
Changes Bowie

I
I will be king
And you
You will be queen
Though nothing will
Drive them away
We can beat them
Just for one day
We can be Heroes
Just for one day

And you
You can be mean
And I
I'll drink all the time
'Cause we're lovers
And that is a fact
Yes we're lovers
And that is that

Though nothing
Will keep us together
We could steal time
Just for one day
We can be Heroes
For ever and ever
What d'you say

I
I wish you could swim
Like the dolphins
Like dolphins can swim
Though nothing
Will keep us together
We can beat them
For ever and ever
Oh we can be Heroes
Just for one day

I
I will be king
And you
You will be queen
Though nothing
Will drive them away
We can be Heroes
Just for one day
We can be us
Just for one day

I
I can remember
Standing
By the wall
And the guns
Shot above our heads
And we kissed
As though nothing could fall
And the shame
Was on the other side
Oh we can beat them
For ever and ever
Then we can be Heroes
Just for one day

We can be Heroes
We can be Heroes
We can be Heroes
Just for one day
We can be Heroes
We're nothing
And nothing will help us
Maybe we're lying
Then you better not stay
But we could be safer
Just for one day

Textann fékk ég héðan 


Magni verður sjötti í röðinni með lagið Heroes (Bowie)

Að lesa fréttirnar yfir fyrsta kaffibolla dagsins er eins og að lesa ævintýri. Öskubuski ;) mun nú sýna á sér nýja hlið. Ég kvíði því ekki að Magni taki Bowie lag. Ég heillaðist af honum í rólegu lögunum og hef verið að bíða eftir því að hann tæki lag í rólegri kantinum. Haft er eftir honum að hann hafi ekki þurft að læra neinn af textunum so far ;)

það verður að vísu spennandi að sjá hvernig hann útfærir Heroes, setur sinn svip á lagið. Ég þarf að hafa mig alla við í dag til þess að halda mig að verki. Mér þóttu það fréttir að Magni hafi rifið upp kassagítarinn sinn og tekið nokkur lög með Supernova í úttekt á þættinum í síðustu viku sem tímaritið USA today gerði.

Allt er þetta hin besta auglýsing fyrir Iceman. En afhverju öskubuski gæti einhver spurt? Afhverju ævintýr? Magni er frá Borgafirði Eystri sem telur innan við 160 manns. Þar er bræðslan (gömul skemma) sem var notuð til að geyma rusl í nokkra áratugi. 

Í fyrra sumar var henni breytt í tónleikahöll. Íslensk söngkona hélt tónleika þar með stæl. Nú er skoska hljómsveitin Belle & Sebastian með tónleika þar. Mér finnst nú bara svolítill ævintýrablær á þessu öllu og rosa gaman af því ;)

En áfram Magni!!! Ég minni á ófaglegu ;) könnunina hér á blogginu mínu sem hefst strax að lokinni keppni næstu nótt eða frá klukkan 02:00-23:59.. Hver verður sendur heim næst? 

Ég vil benda fólki aftur á heimasíðu rockband.com þar getur hver og einn bara kosið einu sinni og ég held að tölurnar þar séu nær raunveruleikanum (niðurstöðu þáttarins) þó að ég vildi nú gjarnan sjá hærri % tölu hjá Magna

þetta er staðan í morgun á því hver er líklegastur til að standa eftir sem sigurvegari í lokin

Poll Question:
Based on what you've seen so far this season, who do you think will win and be named the new lead singer of Supernova?

Results:
Dana  [1%]1 votes
Dilana  [14%]10 votes
Jill  [0%]0 votes
Josh  [0%]0 votes
Lukas  [36%]27 votes
Magni  [5%]4 votes
Patrice  [3%]2 votes
Phil  [4%]3 votes
Ryan  [12%]9 votes
Storm  [19%]14 votes
Toby  [3%]2 votes
Zayra  [3%]2 votes

Poll Status: Open  »»   Total Votes: 74 counted  »»   Last Vote: 07/25/2006 01:02:18 AM 

Þar er kosið um nokkra mismunandi þætti og hvet ég áhugasama Íslendinga að skrá sig inn og vera með í leiknum ;) 


mbl.is Magni syngur „Heroes" með David Bowie í kvöld
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Pálína Erna Ásgeirsdóttir
Pálína Erna Ásgeirsdóttir

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 17
  • Frá upphafi: 71607

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 17
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband