Leita í fréttum mbl.is

Það er þá hættulegra að keyra jeppa?

Leikur að orðum er skemmtilegur leikur. Ég var að lesa um rannsóknina á þeim sem annar vegar keyra jeppa og hins vegar þeim sem keyra fólksbíl. Þar er tekið fram að fólk sé líklegra til að brjóta lög t.d. vera óspenntur og tala í Gsm ef að það keyrir jeppa.

Klikkt er út með að fólk sé sem sagt tilbúnara til að taka meiri áhættu ef það keyrir jeppa. En er það þannig? Er ekki einmitt málið að það skynjar ekki hættu eins og hinir á litlu bílunum? Væri ekki réttar að segja að fólk sem keyrir jeppa sé í meiri hættu vegna þess að það skynjar sig svo öruggt?

Ekki það að auviðtað skilst fréttin vel, það er bara gaman að leika sér að orðum svona í gúrkutíðinni eða var það annars í tómatatíðinni? ;) 


mbl.is Jeppaeigendur eru líklegri til þess að brjóta umferðarreglur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Morten Lange

Mér sýndist þetta standa skýrum stöfum í fréttinni : "Vísindamenn hjá Imperial háskólanum í London segja að fólki finnist það vera öruggari í jeppum og þar af leiðandi tekur fólkið meiri áhættu".

Sem sagt rannsóknin segir ekkert um hvort jeppin í sjálfu sér sé minni öruggur, heldur að hegðun notenda skipti máli. Svipað hefur komið fram hér á landi, að slys séu ef eitthvað er fleiri á jeppum, þeir lenda oftar útaf vegi, og mögulega tengist þetta líka ofmat á eigið öryggi í jeppanum. Hins vegar er óumdeilt að fyrir aðra í umferðinni eru jeppar hættulegari en fólksbílar, svo ekki sé minnst á reiðhjóli. Massin gerir gæfumunurinn en hraðinn og fletinn skiptir auðvitað töluverðu máli líka.

Þetta er reyndar þekkt fyrirbæri fyrir marga sem hafa grenslast fyrir um áhættu og ymis konar vörnum gegn þeim. Kallast þetta á ensku risk compensation. Kannski mætti þýða hugtakið á íslenski sem "Hliðrun áhættu" ? Sumir sérfræðingar segja að fyrir tilfellið bílbelti er þessi hliðrun minni en sem nemur vörnin sem af bílbeltanotkun hlýst. Fyrir hjólreiðahjálma vilja sumir meina að ekki er svo vel statt.

Annars verð ég að taka undir með öðrum bloggurum : kannski er það ekki það að keyra jeppi sem er eini skýringin, heldur skiptir úrvalið máli. Hverjir keyra jeppa, hvar keyra þeir og fleira.

Hitt er svo að þetta var bara ein rannsókn á afmörkuðum stað. Er samt ekki frá því að svípaðar niðurstöður um hegðun jeppaökumanna (meðaltöl fyrir ökumenn á jeppa) mundi fást ef rannsóknin yrði gert á öðrum stað, endurtekið af öðrum fræðimönnum.

Morten Lange, 25.6.2006 kl. 16:12

2 Smámynd: Pálína Erna Ásgeirsdóttir

Tek undir þetta hjá þér með að þetta er ein rannsókn og að það þyrfti að gera fleiri til samanburðar. Ég hef sérstakan áhuga á hegðun fólks og fæ ekki betur séð að það sé hættulegra fyrir fólk (ef við gefum okkur að þessi rannsókn segi okkur eitthvað um þýðið)að keyra jeppa en fólksbíl, einmitt af því að það er svo öruggt með sig. Takk fyrir góða viðbót :)

Pálína Erna Ásgeirsdóttir, 25.6.2006 kl. 18:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Pálína Erna Ásgeirsdóttir
Pálína Erna Ásgeirsdóttir

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband