Leita í fréttum mbl.is

Þvílíka snilldin

Að geta leitað uppi kaffihús og tékkað á því hvernig umferðarþunginn er að því ;) Að geta dregið upp kort af öllu saman súmmað inn og út þetta er þvílíka snilldin. Mig grunar líka að nýjungar í tækniheiminum verði ekki síst í tengslum við farsímana.

Það er auðvitað til mikils að vinna. Þvílíkur fjöldi fólks notar símana og því full ástæða til þess að nýta sér það. Þetta er ekki fyrsta fréttin um Google þar sem minnst er á gott frjálst og opið andrúmsloft á vinnustað.

Ég man eftir að haffa heyrt að þeir gætu valið þá hæfileikaríkustu úr fjöldanum. Ég hef líka oft velt fyrir mér hvað þurfi að vera til staðar til þess að sköpunarkraftur einstaklingsins fái að njóta sín og haldi áfram að vera opinn og virkur.

Það er nokkuð ljóst að minni líkur eru á að þú sért skapandi ef þér er skaffaður ákveðinn tími t.d. frá klukkan 09:00 til 11:00, ákveðið umhverfi, átt helst að klæðast ákveðnum einkennisbúningi o.s.frv. Ég held að sköpunarkrafturinn komi ekki eftir pöntun heldur frekar þegar eitthvað ákveðið (eins og þegar eitt púsl bætist við) gerist sem hrindir sköpuanrferlinu af stað.

Þá er nú ekki gott að þurfa bara að hætta af því að tíminn er búinn sem þú mátt nota í verkefnið ;)

Ég er ekki hissa á að starfsmenn Google séu ánægðir og skapandi einstaklingar og ég hlakka til að fylgjast með því sem þeir setja á merkað í framtíðinni. 

Ég má nú til með að hæla starfsmönnum mbl.is enn einu sinni því að nú orðið eru þeir ekki bara með tilvísun í upprunafréttina heldur hafa þeir oft link neðst í greininni. Svona pistlahöfundar eða fréttamenn eru toppurinn fyrir mig. Ég er ekkert smá ánægð með þetta. Auðvitað þarf ég að senda þeim póst og þakka þeim fyrir því að þegar ég byrjaði að blogga hér þá fannst mér þetta einmitt vanta en nú eru margar fréttir með fyrimyndar tilvísanir.

Sumir bloggarar hér eru líka með tilvísanir og tengla og sannarlega eru síðurnar þeirra í uppáhaldi hjá mér ;) 

 


mbl.is Þróar kort fyrir farsíma hjá Google
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Pálína Erna Ásgeirsdóttir
Pálína Erna Ásgeirsdóttir

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband