Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2006

Enn út úr rokkuð :)

Var að tékka hvort komnar væru nýjar fréttir afr keppendum í Rock Star SuperNova ;) það leiddi mig inn á nýjar brautir. Ég skoðaði aftur blogg keppendanna og eitt fannst mér svolítið sniðugt. Fimm vinsælustu bloggin, eða réttara sagt þau sem fá mest af kommentum eru 

  1. Lúkas  með 646
  2. Dilana  með 364
  3. Zayra  með  253
  4. Storm  með  209
  5. Magni með  109

Það sem er athyglisvert er að Zayra (ég hálfvorkenni henni) er að fá fullt af kommentum um að hún eigi bara að taka hatt sinn og staf ......bæ, bæ.

Þau fjögur sem eru eftir eru einnig oft talin sigurstrangleg, en ðég er hissa á að Toby sem hefur fengið að endurflytja lag sinn er ekki á meðal þeirra en Lukas sem ekki hefur enn fengið endurflutning er það. það er alveg ljóst að hann á FULLT af aðdáendum.

Ég vil nota tækifærið og hvetja fólk til þess að senda Magna línu! Mér finnst gaman að fá heimsóknir á síðuna mína bæði frá vinum , vandamönnum og öðrum gestum :) komment er jafnvel enn skemmtilegri ég tala nú ekki um þegar manni tekst vel upp að mati annarra ;)

Ég set hér aftur inn linkinn af blogginu hans Magna  

 


Hvernig ætli íslenskum laganemum lítist á þetta?

Laganemar í Malasíu eru settir á bak við lás og slá til þess að læra! Já hvernig ætli það sé að vera hegningarfangi?

Nemarnir fá btw sömu meðferð og fangar sem bíða eftir húðstrýkingu eða hengingu. Ég veit nú ekki hvort eða hvernig þetta ætti að hjálpa enda ekki laganemi í Malasíu sem betur fer ;)

Morgunbl.30/7/06 


Eitthvað er nú stefnan ekki í lagi

Þegar bæði vagnstjórar og farðþegar snúa baki við strætó þá er nú eitthvað ekki í lagi. Gaman væri að vita hvað snillingarnir, sem komust að fenginni niðurstöðu um breyttar vaktir og breytt leiðakerfi sáu hagkvæmt við það? 

  • Í fyrsta lagi hlýtur það að vera eitt af aðalmarkmiðum strætó að fá sem flesta farðþega.
  • Í öðru lagi að það sé áhugavert að vinna á vöktum við að keyra vagnana

Ég fæ ekki séð hvernig hægt er að uppfylli önnur skilyrði ef þessi tvö eru ekki til staðar. Ég vildi gjarnan nota strætó meira en það tekur of langan tíma og kostar of mikið. Þannig að eina ástæðan fyrir því að ég nota strætó er til að leggja mitt af mörkum í að minnka mengun. Ég spyr mig oft að því hvort ég hinsvegar hafi efni á þessu.

Ef til vill væri réttar fyrir mig að stefna á að kaupa mér rafmagnsbíl (eins og elskan mín er alltaf að benda mér á;)). 


mbl.is Vagnstjórar hafa fengið sig fullsadda á vaktakerfinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sjóræninginn er sumarsmellurinn ;)

Skellti mér í bíó í gær með fjölskydlunni. Við börðum sjóræningjann augum og þrátt fyrir að sitja á öðrum bekk þá var þetta hin besta skemmtun. Ég kveið örlítið fyrir því að standa upp í lok sýningar með hálsríg og áttaði mig á því hve mikilvæg hallanlegu sætin eru fyrir þa´sem sitja svona framarlega.

Ég er sannarlega ekki vön því. Við mættum seint eða 15 mínútum fyrir sýningu þar sem maðurinn minn var að vinna frameftir og þar á eftir var farið í sund hahahahaa alltaf nóg að gera á mínum bæ!

Þrátt fyrir þetta allt saman þá var myndin svo fín að ég gleymdi því hvar ég sat og sérstaklega í hvaða stellingu hausinn á mér var, en hann er vanari að halla fram (yfir bókalestri og tölvuskrifum) en aftur. Ég hugsa nú bara að ef ég hallaði mér svona mikið úti í rigningu þá......

Það sem kom mér enn og aftur á óvart með sjóræningjann eru allar þessu þvílíkt fyndnu aðstæður sem hann lendir í og losnar úr. Það væri ekkert smá gaman af því að þekkja fólk sem skrifar slík handrit. Ég vil ekki segja meira en  mæli með að áhugasamir skelli sér á gæðasýningu í Kringluna!!!


Á það sama við í 1. 2. og 3ja heims ríkjum?

Heilsa, fjárhagsleg staða og menntun eru ráðandi þættir í hamingju fólks og í þeirri röð sem ég skrifa það. Danir eru hamingjusamastir, Íslendingar eru í 4 sæti, Úkranían sem var á botninum í svipaðri könnun fyrir ekki svo löngu síðan voru núna í sæti 174 en óhamingjusamasta fólkið er t.d. Zimbabwe eða í sæti 177.

Það er áhugavert að skoða kortið sem þeir eru með á síðunni hér 

Þetta kemur mér sannarlega ekki á óvart því að ef að þú hefur heilsuna í lagi þá geturðu frekar aflað þér tekna sem síðan gerir þér kleift að stunda nám.  Þegar sú staða er fyrir hendi þá metur þú væntanlega heilsuna sem miklvægasta þáttinn. Auðvitað getur fátækt verið m.a. orsök heilsuleysis.

Mikil vinna, léleg laun vöntun á fjármagni til að byggja upp heilsuna eða viðhalda henni. það er því erfitt að átta sig á því hvort þessar hamingjukannanir séu í rauninna að mæla það sem þær ættu að vera að mæla.

Á það sama við í 1. 2. og 3ja heims ríkjum?  

 


mbl.is Danir hamingjusamastir í heimi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Viltu láta skoðun þína í ljós?

Stundum eru niðurstöður kannana skoðaðar. Ekki veit ég hvort SN fylgjast með almennri umfjöllun enmér þykir það samt líklegt. Þetta snýst jú um aðdáendur ekki satt. Yfirleitt eru það þeir sem eru að taka þátt. Þannig má sjá eitthvað af straumunum sem eru í gangi. Pollground.com er með þessar kannanir ásamt mörgum fleirum um allt milli himins og jarðar :)

Um að gera að taka þátt og merkja við það sem er réttast fyrir mann. Kíktu hingað

Should Phil been fired from RockStar MSN if the article about him is ture.

fleiri kannanir á líkum nótum hér 


Fréttin sem líklega henti Phil út

Originally published Friday, July 14, 2006

Ég var að lesa fréttina sem orsakaði það að Phil var hent út úr keppninni. Það kemur vel í ljós að lífið snýst um tónlist og miklar fórnir hafa verið færðar hjá honum eins og svo mörgum :) 

 "I mean, really I just hope to gain exposure. I love my band and I love the music," he said. "I'm not stoked about the music Supernova's popping out."

Gaurarnir tóku þessu alvarlega og var David Navaro víst með blaðið í kjöltunni í þættinum (ég tók ekkert eftir því ;))

Fólk er að sjálfsögðu með skoðanir á þessu og hefur ýmislegt verið látið flakka. Charlie pabbi Phils er búinn að senda inna annað innlegg í umræðunum á rockband.com (það er linkur hjá mér í blogginu á undan þessu) Rykið er að falla, fólk er að jafna sig (vonandi) en eitt er víst að þetta var mikil lexía fyrir bæði SN og þátttakendur.

Hrikalegar umræður á bloggi Zayru. Ég var ekki alveg að fatta hvað hún hafði allt í einu fengið margar heimsóknir. Það er þó ein og ein + færsla en margir eru að segja henni að drífa sig í sóló ferlil eða eitthvað. 

Ég verð að taka undir með Charlie " hvers vegna eru niðurstöður kosninganna ekki birtar?"  

Hér er linkur á dóma Supernova óklippt 


Rock Star Dad (pabbi Phil´s sem var sendur heim) tjáir sig

"I’m not a blogger, rock fan hyper, or musical genius. I am a lover of good music of all types...........This brings me to the 3 points of writing this entry. Integrity, honesty and bad business. Phil Ritchie made a mistake by telling a reporter that his primary purpose for being on the show was to promote his band. There are 11 other people that are there for the exact same reason. Only 1 of them will be able to alter his or her true motive. Phil made a bad business decision by telling the truth. He can’t help it. He is the most honest person I know on the planet And, I assure you he has more integrity in his little finger than the 4 rich guys sitting up there passing judgment. I think that the voting is bullshit and bogus. If Phil made it to the bottom 3 this week I’ll eat my hat. Why don’t they publish the results? So they can manipulate the show and choose the bottom 3 to suit their politcal and rating agenda. If I’m wrong, please Supernova, let an independent auditor post the true results each week Yea right!....................Charlie Ritchie – Phil’s Dad"

Mér fannst viðeigandi að benda á þetta innlegg. Ég pældi mikið í því hvernig stæði á þessu öllu og hef ekki skilið hvers vegna Phil lenti í botn 3 þar sem hann á stóran aðdáendahóp. Á sama tíma velti ég fyrir mér hversu þekktur Magni er erlendis eða hve fljótt hann hefur unnið sér inn aðdáendahóp (þar sem hann hefur verið öruggur).

Ég hef líka verið að leita hvort einhvers staðar séu birtar niðurstöður úr kosningunum (sem er fulkomlega eðlilegt að gera) en hef hvergi fundið neitt. Þetta virðast því vera frekar ófaglegar kosningar. 

Við þurfum ekki að hafa áhyggjur vegna Magna. Magni hefur miklu meiri sönghæfileika en allir hinir strákarnir og SuperNova eru heillaðir af honum það kom snemma í ljós.

Þetta breytir engu um það að þættirnir eru skemmtilegir að horfa á. söngvararnir leggja allt á sig sem þeir geta og það er alltaf gaman af hæfileikakeppni. Eðlilega falla tár og reiði, vonbrigði og fleiri erfiðar tilfinningar fara af stað þegar hugsað er um sanngirni, heiðarleika o.þ.h.

Ég hvet þá sem hafa áhuga á að fylgjast með að lesa innlegg rockstardad 

tilvitnunin sem ég setti hér inn er bara brot af því inleggi.  


Elísabet Alba enn einn rokkarinn eða hvað;)

Elísabet Alba keppti nýverið í hinni erfiðu keppni Trophée Ruinart. Íslendingurinn skar sig úr hópnum með óhefðbundna hárgreiðslu :)

Hún er talin skara framúr á sínu sviði á Íslandi. Ekki eru komnar niðurstöður úr keppninni og veit Elísabet Alba því ekki í hvaða sæti hún lenti en hún stefnir á að verða númer eitt á Íslandi.

Hún dró að sér athygli fjölmiðlamanna fyrir óhefðbundið útlit sitt (ef til vill voru menn að hugsa um Silvíu Nótt) en hún var hvergi bangin og sagði að hanakamburinn og eyrnalokkarnir hefðu engin áhrif á hæfni hennar til þess að þefa af, smakka eða umhella víni!

Hún er talin efnilegast vínþjónn landsins og er það bara snilld hjá henni að drífa sig í eina af erfiðustu vínþjónakeppni sem haldin er!!!

Fréttin er í fréttablaðinu í dag 


Það er vit í þessu.......

Háhýsi í Skuggahverfi. Þau ættu að skapa gott skjól fyrir norðanáttinni án þess að skyggja á sólina lungann úr deginum. Aðvitað missa nágrannar fallegt útsýni og ég þekki það að hafa haft Esjuna sem augnayndi út um gluggan heima.

Það er reyndar alveg ótrúlegt hvað fjallasýn er áhrifamikil og hve vel hún skýtur rótum hjá manni.  Ég aldist ekki upp við Esjusýnina heldru kom hún in í líf mitt síðar. Þegar ég flutti til Vopnafjarðar þá hafði ég alíka fjallasýn þar og man ég að ég var fegin.

Sama má segja eftir að ég flutti aftur í bæinn og eftir nokkur ár komst aftur í húsnæði þar sem Esjan sást út um gluggan (þvílíkur léttir) mig grunar að þeir sem hafa Keili sem fjallasýn þekki þessa reynslu ;)

Þrátt fyrir þessi sterku ítök fjallanna þá my ndi ég í dag frekar velja mér skjólgóðan stað og skjótast síðan í fjallasýnisferðir af og til. Það er bara svo næs að setjast út í sólina í logni ;) og þar að auki þá er sá kosturinn líklegri til þess að draga mann út heldur en ef það er alltaf rok í garðinum og fjallasýnin bara beint út um gluggann hum.......

Byggðin ætti sem sagt að vera þannig að háhýsin væru nyrst og smáhýsin syðst svona svipað og sætum er komið fyrir t.d. í kvikmyndahúsum og á öðrum áhorfendastöðum :) 


mbl.is Vinna við hæsta íbúðarhúsnæði landsins að hefjast
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Pálína Erna Ásgeirsdóttir
Pálína Erna Ásgeirsdóttir

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 10
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 10
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband