Leita í fréttum mbl.is

Nú er nóg komið

Ég hef bara ekki haft neinn aukatíma fyrir BLOGGIÐ! Allt á fullu í skólanum nema hvað?????

Dóttir mín, frumburðurinn komin heim eftir ársdvöl eða svo í útlöndum og og og og..........

En svo að ég snúi mér að öðru. Lífið er stórkostlegt, snjórinn litar allt hvítt og birtan breiðist yfir land og lýð. Nú er ég svolítið upptekin af íslenskunni enda að læra fyrir próf í hugfræði og talsverð umfjöllum um lesblindu og erfiðleika samfara henni nánar tiltekið í stafsetningu. Ekki vissi ég að þeir sem væru lesblindir væru yfirleitt líka mjög slakir í stafsetningu.

Skólinn í vetur hefur verið skemmtilegur svona félagslega séð þrátt fyrir að ég hafi ekki enn farið í vísindaferð með krökkunum ;) Eina uppgötvun hef ég þó gert um sjálfa mig. Ég og próf í tölvuveri fer ekki saman. Greindartalan hríðlækkar og almennt stress tekur yfir á margföldum hraða. Þetta er ekki beint skemmtilegt og kostar mig að sjálfsögðu í einkunnum. 

Ég hef unnið talsvert á tölvur og jafnvel kennt öðrum en allt ekmur fyrir ekki. Ég bara lokast. Úff úff úff.

Það þýðir auðvitað ekkert að setja þetta fyrir sig ég verð bara að standa mig betur alls staðar annars staðar en í tölvuverinu. Svo var ég nú að lesa það einhvers staðar að það sem að skelfir þig svona það þarftu að æfa oftar svo að ef til vill ætti ég að leggja það til að það væri boðið upp á  fleiri próf í tölvuverinu :) muhahahahahahahahaha

En nú er pásan búin og mér ekki til setunnar boðið nema að ég sé að lesa glósur á sama tíma! 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Fanney Dóra Sigurjónsdóttir

Við þyrftum eiginlega að fá einhvern eggjandi, t.d. Björn Jörund, til þess að lesa glósurnar okkar inná band. Þá getum við bara ýtt á play og gert eitthvað annað á meðan viskan síast inní okkur unaðslegri röddu...

Fanney Dóra Sigurjónsdóttir, 21.11.2006 kl. 18:14

2 Smámynd: Birna M

Go girl;) Þetta er alltaf svona það er eins og öll viskan frjósi í pípunum þegar kemur að prófi.

Birna M, 23.11.2006 kl. 16:08

3 Smámynd: Pálína Erna Ásgeirsdóttir

Já þvílík snilldar hugmynd. Nú legg ég aftur augun og sé þétta fyrir mér í fjólubláu ljósi (við barinn) :)))))

Pálína Erna Ásgeirsdóttir, 24.11.2006 kl. 16:17

4 Smámynd: Ester Júlía

Þú átt eftir að massa þetta !  Sniðug hugmynd með að fá einhvern eggjandi til að lesa glósurnar inn á band..híhí. Ég vissi þetta ekki heldur með lesblindu og slaka stafsetningu, ég veit að þeir sem eru lesblindir skrifa vitlaust, ( alla vega margir hverjir) en ég hélt að það væri tilkomið vegna lesblindu en ekk slakrar stafsetningakunnáttu..skilurru

Ester Júlía, 26.11.2006 kl. 13:39

5 Smámynd: Pálína Erna Ásgeirsdóttir

Ester gaman að heyra frá þér ;) Mig grunar nú að lesblinda og hljóðvillt fari oft sama. Ekki veit ég hvort orsakar stafsetningaerfiðleikana en hitt veit ég að það er auðveldara fyrir lesblinda ða bæta árangur sinn í lestri heldur en í stafsetningu. 

Pálína Erna Ásgeirsdóttir, 26.11.2006 kl. 19:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Pálína Erna Ásgeirsdóttir
Pálína Erna Ásgeirsdóttir

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband