Leita í fréttum mbl.is

Karlar vilja Barbí fyrir eiginkonu en konur vilja....

Já hvað vilja konur?

Nú er ég komin á kaf í félagslegu sálfræðina. Kannanir hafa synt það að konur vilja mann sem er hærri , eldri og gáfaðri en þær! Ég velti nú fyrir mér hvað verður um hávaxnar konur sem eru læknar eða lögfræðingar? Búa þær flestar einar?

Svo er auðvitað hitt að þó að konur vilji þetta þá þarf það kannski ekki að þýða að þær fái það. Þetta var annars skondinn spurningalisti sem kynin þurftu að svara á þann hátt að flokka það sem væri efsta á listanum og svo það sem minnstu máli skipti.

Það sem var allra allra fyndnast af þessu var það að samstíga pólitískar skoðanir voru í neðsta sæti hvað varaðaði mikilvaæi og trúarskoðanir í næst neðsta og neðsta sætinu. Ég hef sjálf verið í þeirri stöðu að sitja í sveitarstjórn og vera tilnefnd í ýmsar nefndir og á þeim tíma var ég gift manni sem var í framboði á öðrum lista og þurfti að velja á milli okkar til setu í nefnd því ekki máttu hjónin hafa of mikið vald!

Sumir voru hissa á því að við værum ekki í sama flokknum. Ég hef nú ekki hitt neinn sem hefur svarað mér játandi þegar ég spyr " spurðir þú kærustuna /kærastann  þína/þinn har viðkomandi væri í pólitík?"

En þetta er mjög skiljanlegt samkvæmt þessum könnunum.Svo er nú þetta með barbí og karlmennina. Samkvæmt þessum könnunum þá hljóta allar lágvaxnar barbí með meðalgreind eða minna og sem eru ungar að ganga fljótt út hehe

En snúm okkur aftur að pólitík og trú

 En þetta er ekkerk smá furðulegt að tvö heitusut umræðefni sem menn takast á um eru neðsta eða mjög neðarlega á lista þeirra sem eru að leita sér að maka! Ég verð samt að viðurkenna að ég spurði ekki um pólitískar skoðanir né hvort væntanlegir eiginmenn tryðu eða tryðu ekki og ef þeir tryðu þá á hvað?

Það vantaði hins vegar alveg á þennan lista hvað húmor er mikilvægur. Ég held að það væri nú í fyrsta sæti hjá mér. Þeir sem hafa mikinn húmor eru líka væntanlega vel greindir því það þarf talsverða greind til þess að fatta suma brandara.. 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigrún Sæmundsdóttir

Gaman að lesa þetta. Já margt kemur út úr skoðannakönnunum. Ertu búin að lesa Sirkus sem kom með Fréttablaðinu í gær??? það er með ólíkyndum hvað fólki dettur í hug að spyrja Magna um.

Sigrún Sæmundsdóttir, 16.9.2006 kl. 22:54

2 Smámynd: Sigríður Jósefsdóttir

Gæti rætt þetta málefni við þig í þaula, hef ákveðnar skoðanir á þessum málum. Annars er útlitslýsingin komin í gestabókina hjá mér. Hlakka til að sjá þig, kveðjur, Sigga

Sigríður Jósefsdóttir, 17.9.2006 kl. 10:37

3 identicon

Hmm... ég hugsa að ég myndi nú ekki endast lengi með konu með mjög ólíkar skoðanir í þessu, þar sem þetta eru hlutir sem æsa mig svolítið upp. Ekki nema þá að við ræddum ekki þessa hluti, sem reyndar er líka spurning, hvort makar ræði þessa hluti yfirleitt eitthvað.

Gunni BK ( hinn eini sanni ) (IP-tala skráð) 20.9.2006 kl. 15:13

4 identicon

ja athyglisvert!! Med politikina: Held ad ef vidkomandi por eru ekki i flokki reyni ekki svo mikid a olikar skodanir thar nema thegar eru kosningar. Trumalin, sama ef folk idkar truna ekki er sennilega helsti areksturinn hvada tru bornin eiga ad tilheyra (dettur mer i hug og kannski ekki ef hun er ekki idkud sem skildi). Eru logfraedingar og laeknar tha gafadastir? Er ekki alveg sammala thvi, en getur verid. En thetta er skemmtilegt umraeduefni. Gangi ther vel i thessu. Magga

Magga (IP-tala skráð) 20.9.2006 kl. 16:09

5 Smámynd: Pálína Erna Ásgeirsdóttir

Já þetta er afar skrítið. Ég held einmitt að þeir sem eru lítið pólitískir og meðaltrúaðir eins og ef til vill er nokkuð algengt á Íslandi þá reyni ekki mikið á þetta.

Ekki veit ég nú fyrir víst um gáfuðustu stéttirnar en það er oft tekið svona til orða með þessar tvær. Punkturinn með börnin og trúmálin minna mig á atburð sem tekinn var fyrir í þætti með Sally Rafael fyrir mörgum árum síðan. Pabbinn var mormónatrúar en mamman var kaþólskt. Áður en þau eignuðust barn þá gekk allt eins og í sögu hjá þeim en síðan var fjandinn laus hjá trúaða fólkinu þegar kom að því til hvaða trúar ætti að skíra barnið. Ömmurnar og afarnir spiluðu það hlutverk. Kaþólska amman skírði barnir skemmri skírn undir krananum í eldhúsvaskinum.

Pálína Erna Ásgeirsdóttir, 20.9.2006 kl. 22:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Pálína Erna Ásgeirsdóttir
Pálína Erna Ásgeirsdóttir

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband