Leita í fréttum mbl.is

Magni til hamingju með 4 sætið !

Já Magni, Toby og Lúkas voru á einhverjum tímapunkti í botn 2. 'Eg var ekkert smá hissa á því að Dilana væri bara örugg. En á endanum voru það Magni og Toby, en Lúkas var öruggur.

Magni flutti Fire og gerði það enn betur en síðast og HB voru ótrúlega flottir með honum. Það var gaman að sjá hve vel hann naut sín með þeim. Hann var látinn fara með Þeim orðum að þeir sæju hann ekki fronta hann væri til dæmis frekar einn af HB frekar en að fronta þá. Magni sagðist einmitt vilja það.

Hann kvaddi með stæl vá hvað ég var stolt af honum :)

Þau þrjú sem eftir voru léku á léttum nótum þau eru öll frábær. Það kom mér svo verulega á óvænt hve skondin þau eru gagnvart hvoru öðru, bara að allar keppnir hefðu keppendur sem þessa.

Þau voru öll frábær í flutningi sínum en mér fannst Lúkas þó flottastur af þeim, röddin bjartari en í upphafi. Mér fannst Dilana líka örlítið breytt í Zombie ekki viss hvort var betra en Toby bara léttur, lifandi og kátur að vanda.

Þá eru komnar niðurstöður úr lokaþættinum. Fyrst vil ég segja hve stolt ég er af íslensku þjóðinni, þeirri samstöðu sem hún kann að sýna þegar eitthvað mikið er í húfi.

Það hefur ekki verið minnsta gaman af þessu öllu saman. Ég er miklu fróðari um hæfileika Magna eins og væntanlega flestir landsmenn. Ég vil líka nota þessa færslu til þess að þakka öllum þeim sem hafa tekið þátt í þessu RoksSTar ævintýri með mér með kommentum og fyrir innlegginn á þeirra eigin bloggum. 

Mér hefur þótt þetta einstaklega skemmtilegur tíma og frábært bloggsamfélag.

En hér eru þá hin endanlega niðurstaða fengin af sömu síðu og í síðasta miðvikudag.

"Rockstar: Finale Spoilers.  


LUKAS IS THE FREAKING WINNER!     

The bottom two was Toby and Magni. Magni was cut first.

Then Toby was cut. =\ I didn't get my moment.

BUT THEN! THEY FREAKING AXED DILANA!"

Okkur tókst sem sagt ekki að halda Magna frá botninum en við getum engu að síður verið mjög stolt af honum. Ég var búin að fara í ótal hringi með þetta. Hélt orðið að Toby myndi vinna og Magni að sjálfsögðu númer tvö, svo í dag datt mér í hug að auðvitað myndi Dilana vinna og Magni að sjálfsögðu vera númer tvö en innst inni var það auðvitað alltaf Lúkas því að þó að SN séu þrír þá held ég að TLee ráði meiru en 1/3 um það hver verður með þeim og hann var alltaf veikur fyrir honum.

Ég óska Lúkasi til hamingju með sigurinn. Þau voru öll mjög frambærileg hvert á sinn mátann. Ég á nú eftir að horfa á þáttinn í kvöld og sjá hvað þau eru að flytja en það fylgdi ekki spoilernum. 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigríður Jósefsdóttir

Stelpur mínar, við fáum okkur kaffi í Smáralindinni þegar móttökuathöfnin fyrir Magna verður í Vetrargarðinum. Minna getum við nú ekki gert fyrir þennan heitasta son þjóðarinnar um þessar mundir. Við eignum okkur að sjálfsögðu örlítinn part af þessu öllu saman. En að öllu gríni slepptu, þá stóð hann sig afar vel og var sjálfum sér, landi og þjóð til sóma. Vonum að hann landi feitum díl eftir þetta allt saman, hann á það svo sannarlega skilið. Svo verðum við bara að finna okkur eitthvað annað til að blogga um. Það eru þá alltaf alþingiskosningar á næsta leiti. Bestu kveðjur, Sigga

Sigríður Jósefsdóttir, 13.9.2006 kl. 19:48

2 Smámynd: Sigríður Jósefsdóttir

Já, og það er víst komið á hreint að Magni, Toby og Dilana hafa öll samþykkt að koma fram með húsbandinu á tónleikaferðalaginu.

Sigríður Jósefsdóttir, 13.9.2006 kl. 20:19

3 identicon

Manni finnst nú hálf skrýtið að Magni og Toby hafi báðir lent fyrir neðan Dilana miðað við hvernig hú hefur dottið niður síðustu vikurnar, og ekki get ég sagt að ég sé hrifinn af Lukas þó vissulega á hann sér greinilega dygga aðdáendur. Það er eins og Dilana og Lukas hafi verið valin frá upphafi af T Lee (og félögum) til að komast í úrslit. Spurning hvort það hefði skipt miklu máli hvað var kosið í gær. Ekki það að ég sé að reyna að koma einhverjum samsæris kenningum á framfæri, en hver veit fyrir víst hvað mörg atkvæði voru greidd hverjum keppanda.

Davíð Hill (IP-tala skráð) 13.9.2006 kl. 20:24

4 Smámynd: Birna M

Er þetta ekki nóg fyrir okkar mann, hann var þó fjórði. Það er sko allnokkuð. Og ef hann kemur fram með houseband, er minn í góðum málum. sama verður ekki sagt um Lucas greyið. Það er búið að dæma supernovanafnið af bandinu, þeir mega ekki nota það og þetta dugir mesta lagi í ár, ef þá það. við megum vel við una.

Birna M, 13.9.2006 kl. 20:49

5 Smámynd: Sigrún Sæmundsdóttir

Já það er margt skrítið í þessu. Ég var að fá e-mail frá kunningja sem vissi hvað ég var mikil super-fan. Hann var staddur við upptöku á sunnudegi fyrir 3 vikum er keppnin var tekin upp. Hann var nálægt þeim stað sem ,,, dómarar sitja,,,, oftast voru Dave og TL á tali við fáklæddar ha ha, voru meira á tali við kvennfólk heldur en að sitja og hlusta, þegar keppendur voru búnir að syngja kom fyrir að þeir þurftu að flýta sér upp í stólana og það sem SN sögðu var mikið klippt út, en það sem Dave sagði var að mestu sýnt en ekki allt. Hann segir að Lúkas sé frábær tónlistarmaður og hafi þurft að berjast fyrir sínu, hafi ekkert fengið í hendurnar.

Sigrún Sæmundsdóttir, 13.9.2006 kl. 22:51

6 Smámynd: Sigrún Sæmundsdóttir

Mikið varð maður hrærður að sjá svona marga íslenska fána þarna. Lukas var flottur fyrir framan SN og ekki varð það síðra að heyra og sjá Magna spila með í seinna laginu. 4 SÆTI frábært, alveg frábært.

Sigrún Sæmundsdóttir, 14.9.2006 kl. 01:59

7 Smámynd: Pálína Erna Ásgeirsdóttir

Sigga frábær hugmynd að hittast bara í smáralindinni yfir kaffibolla:) Ekkert smágaman að sjá muninn á Magna að spila með SN lagið sem hann hafði sungið með þeim og svo að sjá hann með HB. Ég hefði bara ekki trúað því að það gæti verið svona mikill munur.

Nú ætla ég að fara að sofa, skóli í fyrramálið og svo kem ég og bæti ef til vill einhverju hér við. Þið eruð æðisleg og frábærir punktar hjá ykkur öllum takk, takk

Pálína Erna Ásgeirsdóttir, 14.9.2006 kl. 02:01

8 Smámynd: Pálína Erna Ásgeirsdóttir

Sigga frábær hugmynd að hittast bara í smáralindinni yfir kaffibolla:) Ekkert smágaman að sjá muninn á Magna að spila með SN lagið sem hann hafði sungið með þeim og svo að sjá hann með HB. Ég hefði bara ekki trúað því að það gæti verið svona mikill munur.

Davið, ímugustur, Birna og Sigrún alltaf gaman að heyra frá ykkur. Fátt skemmtilegra en ólík sjónarhorn og alls kyns pælingar.

Ég er svo sátt með þetta allt saman. Nú ætla ég að fara að sofa, skóli í fyrramálið og svo kem ég og bæti ef til vill einhverju hér við. Þið eruð æðisleg og frábærir punktar hjá ykkur öllum takk, takk

Pálína Erna Ásgeirsdóttir, 14.9.2006 kl. 02:04

9 identicon

Halló, eitt síðasta mail. Þakka þér Pálína fyrir öll þessi frábæru blogg um þessa keppni. Við getum verið stolt af stráknum. Þetta er frábær árangur. Er alveg sammála Ímugsti með að þetta hafi allt verið fixað og að auki þá er þetta mest klippti þáttur á jarðríki. Ekki kannski alveg viss um að það hafi verið ákveðið frá upphafi en þeir sjá það mjög fljótlega hvern þeir vilja fá í bandið sitt. Hitt er mest allt gert sjónvarpsvænt og búin til spenna og allt það. Samt gaman að því, fannst mér, ekki misskilja. TL stjórnar held ég bandinu eins og kom hér fram á undan en ég held að Magni eigi Jason að þakka það að hafa sloppið alla vega í eitt skiptið. Held að Jason hafi verið eini virkilegi aðdáandi hans af þeim þremur, eða fjórum í rauninni. Það þarf enginn að segja mér að Dave Navarro hafi ekkert komið nálægt því að velja sigurvegarann. Maður nottlega fékk ekki að sjá nema klipptar útgáfur af þáttunum en held að þetta hafi verið málið. Held reyndar að Jason sé ekkert jafn spenntur fyrir þessu eins og hinir. Hann ötlar að halda áfram að spila með hljómsveitinni sinni, Voivod, en hinir eru held ég atvinnulausir. Held að Gilby hafi hoppað á þetta tækifæri hraðar en engispretta. Vona bara núna að Magni gangi í húsbandið og spili með þeim. Þeir eru frábærir saman. :)

Þetta er búinn að vera frábær tími hérna að kjósa og horfa og kjósa og horfa, með tilheyrandi þreytu og óhóflegri kaffidrykkju. Bara gaman. Hafið það gott og við sjáumst máski í Smáralind.

Rock on. :) :) :)

Einar Ingi (IP-tala skráð) 14.9.2006 kl. 02:28

10 identicon

Ég er alveg sammála ykkur að þetta var allt saman flott hjá honum Magna. Þótt að hann væri í 4 sæti, þá var hann sigurvegari keppnarinnar. Maður hafði alltaf grun að Lúkas mundi vinna þessa keppni, alveg frá 1 viku. Og dóttir mín sagði við mig fyrr um kvöldið, að krakkarnir í hennar bekka telja að Lúkas mundi vinna þetta. Lúkas væri alveg eins og þeir, drekkur, reykir og vill djamma eins og þeir. Þetta sýnir hvað unglingarnir eru mikið búnir að pæla í þessu eins og við. En þetta var niðurstaðan hjá þeim.
Ég man að hann Hreimur söngvari hafði sagt eftir 1 þátt að Lúkas væri búinn að vinna þetta, alveg hvernig saman hverning hinir þættirnir mundi fara. Þeir gætu alveg hætt þessu núna. En þetta hefur verið gaman og ég fer mjög sátt í háttin eftir þetta allt saman. Ég átti mjög erfitt að halda mér vakandi yfir þáttinum eftir vöku nótt kvöldið áður. En takk æðislega fyrir og enn og aftur áttu mjög mikið hrós skilið fyrir að halda út svona skemmtulega bloggi um rockstar supernova og að fá að fylgast mér. Takk:)

Rannveig (IP-tala skráð) 14.9.2006 kl. 02:53

11 Smámynd: Sigrún Sæmundsdóttir

Ég er sammála, þetta er búið að vera frábær allt saman, þættirnir og að fara hér inn og spjalla. Maður á eftir að sakna þess. Ég þakka líka fyrir frábæra skemmtun sem þetta er búið að veita mér.

Sigrún Sæmundsdóttir, 14.9.2006 kl. 03:45

12 Smámynd: Ester Júlía

Takk fyrir þessa bloggsíðu Pálína mín og takk þið hin fyrir frábærar umræður. Magni í fjórða sæti, ekki amalegt það!

Ég hefði þó viljað sjá hann í þriðja sæti en það er nú bara keppnismanneskjan í mér:). Ég er reyndar ánægð með að Lukas hafi unnið, hann passar þessum körlum vel og ég er ánægð fyrir hans hönd því ég held að Lukas sé góður drengur sem hefur átt erfitt í æsku.

Vonandi heldur hann sér þó á jörðinni og lætur þetta ekki stíga sér til höfuðs og jafnvel hellir sér í bús og dóp.

En ég ætla nú ekki að fara að hafa áhyggjur af því :).

TIL HAMINGJU MAGNI!

Bestu kveðjur

Ester Júlía

Ester Júlía, 14.9.2006 kl. 09:43

13 Smámynd: Pálína Erna Ásgeirsdóttir

Einar Ingi, Rannveig, Sigrún og Ester Júlía takk sömueiðis þið hafið öll verið fastir punktar í mínu lífi ;)

Nú er markmiðið að fækka kaffibollum per dag og fjölga svefnstundum svona alla vegana fram að prófatörn hehe

Pálína Erna Ásgeirsdóttir, 14.9.2006 kl. 12:54

14 Smámynd: Pálína Erna Ásgeirsdóttir

En annars hvenær kemur Magni til Íslands?

Pálína Erna Ásgeirsdóttir, 14.9.2006 kl. 12:55

15 Smámynd: Sigríður Jósefsdóttir

Heyrði eitthvað um sunnudag, sel það samt ekki dýrar en ég keypti. Gott ef að Eyrún minntist ekki eitthvað á það í viðtali á dögunum. Það verður örugglega eitthvað sagt frá því í fréttum næstu daga. Kveðjur, Sigga

Sigríður Jósefsdóttir, 14.9.2006 kl. 14:08

16 Smámynd: Pálína Erna Ásgeirsdóttir

Takk Sigga. Verðurðu í þessum rauða kjól á móttökuhátíðinni í Smáranum?;)

Pálína Erna Ásgeirsdóttir, 14.9.2006 kl. 18:32

17 identicon

Takk fyrir gott blogg um Magna Pálína

NotaBene (IP-tala skráð) 14.9.2006 kl. 22:38

18 Smámynd: Sigríður Jósefsdóttir

Æi, held hann hafi farið í Rauða krossinn í síðustu ferð. En er samt að hugsa um að mæta í Smáralindina upp úr klukkan þrjú á sunnudaginn, og fá mér cappucino á kaffihúsinu fyrir utan BT og Debenhams. Læt vita nánar um útlit síðar, verður maður ekki annars að vera svolítið rokkaður. Þeir sem vilja hitta mig geta meldað sig í gestabókina á blogginu mínu. Bestu kveðjur, Sigga

Sigríður Jósefsdóttir, 15.9.2006 kl. 10:48

19 Smámynd: Pálína Erna Ásgeirsdóttir

Ég er búin að látas vita af mér í gestabókinni þinni en sendi þér smálýsingu á morgun þegar ég er búin að ákveða í hvaða lit ég verð ;)

Takk fyrir Notabene ég hafði svo gaman af þessu og ég er svo ánægjuæega hissa yfir öllum þakklætiskveðjunum frá ykkur.

Pálína Erna Ásgeirsdóttir, 15.9.2006 kl. 19:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Pálína Erna Ásgeirsdóttir
Pálína Erna Ásgeirsdóttir

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 18
  • Frá upphafi: 71533

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband