Leita í fréttum mbl.is

Hugsanir mínar um Rockstar á rússíbanaferð....

Í gær var einn af lengstu dögunum mínum í skólanum og nánast ekkert svigrúm til þess að skjótast á vefinn, en í vikunni eru tveir slíkir vinnudagar hjá mér. Ég hlýt nú að fara létt með það fyrst ég gat aðlagast svona vel að því að stunda Rockstar ;) 

Í gær var ég í félagssálfræði og í framhaldi af því fóru hugsanir mínar um Rockstar í rússíbanaferð. Til að draga það saman í sem fæst orð þá mætti segja að fólk sem umgengst mikið aðlagast hvað að öðru. Hugsaðu þér t.d. hjón hvernig þau smábreytst og taka upp eitt og annað frá hvoru öðru.

Í keppni þá er líklegast að það sem hinir fá hrós fyrir , sé það sem þú tekur upp. 

 

Ég sé ekki betur en að Magni sé kominn á flug.

En snúum okkur að strákunum þremur sem að eftir eru í keppninni. Best er auðvitað að horfa aftur á fyrstu þættina til þess að sjá hver var einstaklingurinn þegar hann mætti í keppni. Við Mæðgurnar vorum að ræða þetta í gærkvöldi. Við komumst eiginlega að þeirri niðurstöðu að Topy innihéldi orðið allan pakkann.

Talsverð breyting hefur orðið á honum frá fyrsta þætti. Séreinkenniþessara þriggja keppenda að okkar mati eru.

  • Lúkas mikið meikaður, óhefðbundin og jafnvel pínulítið pönkaður til hársins og til viðbótar með einstakan fatastíl. Sviðshreyfingar og lúkk, séreinkenni hans. 
  • Magni Söngvarinn, frammúrskarandi söngvari og sá allra besti þeirra á því sviði. 
  • Toby allt í lagi söngvari lifandi, léttur og kátur, notar stundum einskonar kengúruhopp og lafandi keðjur eða axlabönd

En hvað hefur gerst?

Magni er nokkuð fastur í sínum eigin stíl. Hann hefur þó orðið fyrir áhirfum frá Lúkasi varðandi meikið, þó að hann sé vissulega nettur í því. Ef hann væri með hár á höfðinu þá myndum við jafnvel sjá eitthvað vera að pönkast þar ;) Ég sé engan Toby í Magna nema ef til vill annars staðar en á sviðinu. Hann er farinn að sprella meira svona í Tobystíl.

Lúkas hefur líka breyst lítið en hann er þó að breytast í söngnum. Ef þú horfir á fyrstu 2-3 þættina aftur og síðan þann síðasta þá skilurðu hvað ég á við. Hann er að færa sig í áttina að Magna. Opna hálsinn og reyna að ná fram háum og tærari hljóðum.  

 Í nokkrum síðustu þáttum þá höfum við tekið eftir smábreytingum sem hafa færst í vöxt og ef til vill skotið rótum hjá Toby. Hann er meira málaður og hárið er byrjað að pönkast. Hann er að aðlagast Lúkasarstílnum og virðist byrja ofan frá ;) 

Þar að auki er söngurinn hans að þróast í áttina að Magna. Hann hefur þó haldið sínum séreinkennum. Hann notar kengúruhoppið minna en kæti hans og lífsgleði fer vaxandi. Hann hefur mikinn húmor sem víða kemur fram ef ekki alls staðar.

Það má því segja að hann sé mesta kamelljónið, hefur bestu aðlögunarhæfnina, á auðvelt með að breytast og verða hluti af nýrri heild. Það hefur líka komið í ljós að hann fellur einstaklega vel inn í Supernova verður þar strax einn afþeim. Það sama má segja um fólkið í salnum, þegar hann stigur niður af sviðinu þa´verður hann einn af þeim. 

Toby er því það sem hann var þegar hann kom + það sem hefur heillað hann í fari samkeppenda sinna. Hann hefur þvi vaxið mikið og á skemmtilegan máta. Það kom líka berlega í ljós í síðasta þætti að salurinn aðlagar sig að honum :)

Toby er því allur pakkinn, hann sjálfur, partur af Lúkasi og Magna. En er hann ef til vill of kátur fyrir Supernova sem mig minnir að ég hafi heyrt eða lesið einhvers stðar að muni heita Black Hole eða eitthvað í líkingu við það. Endilega leiðréttið mig ef að það er ekki rétt munað hjá mér. Var það ef til vill Black Void? Það var Black eitthvað og Toby er allt annað en svartur!

Ég held að það sé það eina sem kemur í veg fyrir að hann vinni þessa keppni. Ég er í ýmsum pælingum með þetta allt saman og hef hugsað mér þetta innlegg sem grunn að pælingarspjalli fram að lokakeppni.

Við eigum okkur öll uppáhaldskeppanda en mig langar líka til þess að fara í smá ímynduarleik. Ef að þú væri einn af Supernova hvaða augum myndir þú þá horfa á keppendurnar.  

Hver er bestur fyrir Supernova ?????????

Markaðslega séð

á tónleikum

á plötu

sem félagi í grúppu

sem listamaður

frumlegastur

dregur athygli án þess að hljómsveitin á bak við verði bara fyllingarefni


mbl.is Magni á siglingu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

skemmtilegar pælingar hjá þér!! ég var komin á að Toby inni en síðustu 2 daga hef ég hallast að Lukas.
Toby er skemmtilegastur á sviði en finnst eins og Lukas sé meira í þeirra stíl. En svo er annað þessir 3 gaurar (SN) eru allir mjög ólíkir og ef þeir vilja 4 meðliminn sem er ekkert líkur þeim væri það ekki þá Magni?
Kv.
Íris

Íris (IP-tala skráð) 8.9.2006 kl. 09:38

2 Smámynd: Ester Júlía

STORM! ........En hún er farin ;).

Hún hafði þetta allt.

Samt of falleg fyrir þessa útjöskuðu hljómsveitarmeðlimi.

Ég held svei mér þá að Lukas passi þessu bandi best.

Toby er of "strákslegur" til að passa í bandið, sé hann fyrir mér með ungum strákum í bandi, ferskum töffurum.

Magni..ég vil ekki sjá hann í SN. Ég vil sjá hann með húsbandinu :).

Dilana fellur með hverjum þætti því miður.

Fannst hún frábær fyrst, uppáhaldið mitt til að byrja með en núna er ég búin að fá leið á henni. Hef heyrt það sama frá öðrum.

Svona vil ég sjá þetta:

Rock Star Supernova:

1. LUKAS

2. Magni

3. Toby

4. Dilana

Ester Júlía, 8.9.2006 kl. 09:38

3 Smámynd: Pálína Erna Ásgeirsdóttir

Íris þú ert bara snilld! Ég er búin að hlæja og hlæja því að þegar betur er að gáð þá eru SN gaurarnir svona sólótýpur nema ef til vill Jason.

Þeir virðast hafa talsverða þörf fyrir athygli og þá er auðvitað ekki gott að fronerinn sé of flottur og steli athyglinni allri frá þeim.

Eins og Magni þá hefði Storm passað mjög vel inn í formúluna þína :)

Mér finnst lúkkið á Lúkasi gera SN gaurana gamla en Toby fellur meira inn í heildina. Hann hefur mestan ferskleikann.

Pálína Erna Ásgeirsdóttir, 8.9.2006 kl. 11:34

4 Smámynd: Pálína Erna Ásgeirsdóttir

Íris þú ert bara snilld! Ég er búin að hlæja og hlæja því að þegar betur er að gáð þá eru SN gaurarnir svona sólótýpur nema ef til vill Jason.

Þeir virðast hafa talsverða þörf fyrir athygli og þá er auðvitað ekki gott að fronterinn sé of flottur og steli athyglinni allri frá þeim.

Eins og Magni þá hefði Storm passað mjög vel inn í formúluna þína :)

Mér finnst lúkkið á Lúkasi gera SN gaurana gamla en Toby fellur meira inn í heildina. Hann hefur mestan ferskleikann.

Pálína Erna Ásgeirsdóttir, 8.9.2006 kl. 11:36

5 Smámynd: Birgitta

Svona myndi ég sjá þetta:

Markaðslega séð = Lúkas

á tónleikum = Toby

á plötu = Magni, engin spurning!

sem félagi í grúppu = Magni!

sem listamaður = Magni (kannski Lúkas?)

frumlegastur = Lúkas

dregur athygli án þess að hljómsveitin á bak við verði bara fyllingarefni = enginn Lol - þeir ERU bara uppfylling þarna bakvið.

Og samkvæmt þessu fær Magni flest stig..

B

Birgitta, 8.9.2006 kl. 12:50

6 Smámynd: Pálína Erna Ásgeirsdóttir

þessir þrír i einum væri toppurinn ;)

Pálína Erna Ásgeirsdóttir, 8.9.2006 kl. 23:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Pálína Erna Ásgeirsdóttir
Pálína Erna Ásgeirsdóttir

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 18
  • Frá upphafi: 71533

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband