Leita í fréttum mbl.is

Myndir af augum upp um allt ;)

Sé það tilfellið að heiðarleii fólks aukist ef að myndir af augum eru í nálægð þess þá ætti nú að koma slíkum myndum víða fyrir. Hver veit ef til vill er hægt að draga úr fjármálamisferli sem er orðið nokkuð áberandi í hér eins og annars staðar í heiminum.

Svo er spurningin hvort að myndir af augum auki heiðarleika á öllum sviðum. Það mætti svo nýta sér til framdráttar þegar einhver heit eru sett. Á skemmtistöðum ( gæti dregið úr framhjáhaldi;)), í eldhúsinu ef þú ert á sérstöku mataræði, svona mætti víða sjá hagnýtt gildi augnamynda hahahahaa

En þetta hljómar ódýr og einföld lausn og líklega spilar nú eitt og annað inn í þetta t.d. persónuleiki fólks. Sá hlýðni bregst líklega betur við þessu en t.d. uppreisnarkarakterinn eða hvað haldið þið??? 

Það væri nú bara snilld ef að myndirnar á veggjunum heima hjá okkur hafa svona óbein áhrif. Fleiri tæki og tól til þess að stjórna mannlegri hegðun, sinni eigin og auðvitað líka annarra hum...

Ég ætti kannski að fara að taka niður allar blómamyndirnar sem ég elska og fegra heimili mitt með  og fjárfesta í augnamyndum...hum??

Viltu vita meira???

Ég var að fá eintak af New Scientist í pósthólfið mitt og þar var grein um rannsóknina á augunum sem eru að fylgjast með þér og vhernig áhrif það hefur á hegðun þína. Tveir forvitnilegir linkar eru hér og hér

Góða skemmtun ;)

 

 


mbl.is „Alsjáandi augu“ auka heiðarleikann
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hulda Dagmar Magnúsdóttir

Hahaha þetta er snilldar hugmynd sem ég verð að prufa. Ef ég veggfóðra íbúðina með augum, hver veit nema það fari að vaxa á mig geislabaugur ;)

Hulda Dagmar Magnúsdóttir, 28.6.2006 kl. 11:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Pálína Erna Ásgeirsdóttir
Pálína Erna Ásgeirsdóttir

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband